Viðskipti innlent

Segja Panama-peninginn hafa ratað aftur til Íslands

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.

Yfirvöld hafa til rannsóknar 3 milljarða sem Pálmi Haraldsson, oft kenndur við hlutafélagið Fons, fékk lánaða en peningurinn á að hafa farið til Panama í gegnum Lúxemborg og þaðan aftur til Íslands. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Það var DV sem greindi fyrst frá því að þrotabú Fons væri að rannsaka um þriggja milljarða króna lánveitingu til eignarhaldsfélags í Panama. Félagið í Panama á að heita Pace Associates samkvæmt DV og var lánið veitt árið 2007.

Lánið á að hafa farið í gegnum Landsbankann í Lúxemborg.

Þrotabú Fons hefur farið með málið fyrir dóm til að fá upplýsingar um lánið frá starfsmanni bankans í Lúxemborg samkvæmt DV.

Nú heldur RÚV því fram að yfirvöld hafi lánið til sérstakrar skoðunar. Þá er fullyrt í fréttum RÚV að féð hafi skilað sér aftur til Íslands og þá í vasa, eins og það var orðað í frétt RÚV, klíkufélaga Pálma, sem er meðal annars Jón Ásgeir Jóhannesson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×