Viðskipti innlent

Fasteignakaupum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu

Alls var 86 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þetta eru nokkuð fleiri samningar en verið hafa að meðtali á viku undanfarnar 12 vikur en þeir eru 71 talsins.

Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands kemur fram að af þessum 86 samningum voru 62 um eignir í fjölbýli, 21 samningur um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.325 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27 milljónir króna.

Til samanburðar má nefna að heildarveltan hefur verið 2 milljarðar kr. að meðtalti á viku undanfarnar 12 vikur og meðalupphæð hefur verið 28,2 milljónir kr.

Í síðustu viku var 12 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 173 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,4 milljónir króna.

Á sama tíma var 12 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 212 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 4 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 113 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,7 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×