Viðskipti innlent

GBI vísitalan hækkaði um rúm 2% í apríl

Vísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 2,07% í apríl. GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 2,25% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,98%.

Þetta kemur fram í yfirliti frá GAMMA. Þar segir að óverðtryggð bréf hafa nú skilað 8,27% ávöxtun á árinu á móti 4,02% ávöxtun verðtryggðra bréfa.

Töluverð útgáfa verðtryggðra bréfa í mánuðinum - 12,9 milljarðar kr. í nýju RIKS21 og 7,1 milljarðar kr.

í HFF, samtals 20 milljarðar kr. en einungis 3,5 milljarða kr. útgáfa í óverðtryggðu.

Nýtt RIKS21 er 1,09% af heildarvísitölunni, GAMMA: GBI.

Hlutfall óverðtryggðra bréfa af heildarstærð skuldabréfamarkaðarins minnkaði lítillega og er nú 29,85%

Heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í GAMMA: GBI jókst um 44 milljarða kr. í apríl og stendur nú í 1,207 milljörðum kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×