Viðskipti innlent

Kristinn Geirsson ráðinnn aðstoðarforstjóri Nýherja

Kristinn Geirsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Nýherja hf.

Kristinn mun einkum beita kröftum sínum að stýringu á fjármálum félagsins og vinna með framkvæmdastjórum dótturfélaga að rekstrarmálum þeirra og fjárstýringu. Hann mun einnig vinna með forstjóra að fjárhagslegri endurskipulagningu Nýherja og viðskiptaáætlunum um starfsemi félagsins.

Í tilkynningu segir að Kristinn er 43 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og rekstrarhagfræðingur - MBA - frá Warthon School, University of Pennsylvania.

Hann hefur áður m.a. gegnt störfum framkvæmdastjóra eða forstjóra hjá Glitni banka hf., Sund ehf., Ingvari Helgasyni ehf., Skjá einum ehf., Goða hf. og Samskipum hf.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×