Í tilkynningu um málið segir að þetta sé gert með vísan til upplýsinga í tilkynningu með uppgjöri félagsins sem birt var dags. 30. apríl 2010, um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.
Ákvörðunin er tekin á grundvelli reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni.
Í tilkynningunni sem vísað er til frá 30. apríl segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri félagsins m.a.:
„Fjárhagsleg endurskipulagning félagsins er á lokastigum. Það hefur legið fyrir lengi að Icelandair Group er of skuldsett og vaxtabyrði þess er of há.
Nauðsynlegt er að sú endurskipulagning efnahagsreiknings sem stóð yfir allt árið 2009 klárist á næstunni þannig að tryggt sé að rekstur félagsins standi undir vaxta- og greiðslubyrði af lánum.
Það er trú mín að eftir endurskipulagninguna muni félagið vera vel í stakk búið til að sækja fram með rekstri alþjóðlegs leiðakerfis og alhliða þjónustu við ferðamenn."