Viðskipti innlent

Greining spáir 0,75 prósentustiga stýrivaxtalækkun

Reikna má fastlega með því nú að peningastefnunefndin endurtaki yfirlýsingu sína um að haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðnar eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar.
Reikna má fastlega með því nú að peningastefnunefndin endurtaki yfirlýsingu sína um að haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðnar eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar.
Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 5. maí næstkomandi. Greining Íslandsbanka reiknar með að peningastefnunefnd bankans ákveði að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Við þetta lækka vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana úr 7,5% í 6,75% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga úr 9,0% í 8,25%.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að í síðustu fundargerð peningastefnunefndarinnar og yfirlýsingu nefndarinnar eftir fundinn segir að haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðni eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar. Þrátt fyrir nokkurn óróa á erlendum mörkuðum hefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun bankans 17. mars síðastliðinn.

„Veltan á millibankamarkaðinum með gjaldeyri hefur verið mjög lítil og hefur Seðlabankinn ekki beitt inngripum á millibankamarkaðinum síðan í nóvember í fyrra. Í apríl hjaðnaði verðbólgan úr 8,5% í 8,3% og er frekari hjöðnun verðbólgunnar væntanleg á næstu mánuðum. Spáum við því að verðbólgan verði komin niður í verðbólgumarkmið Seðlabankans í lok næsta árs og mun fyrr, þ.e. snemma á næsta ári, ef miðað er við verðbólgu án áhrifa af óbeinum sköttum," segir í Morgunkorninu.

„Einnig kom fram í síðustu fundargerð að svigrúm peningastefnunefndarinnar til vaxtalækkunar yrði takmarkað á meðan veruleg óvissa ríkir um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Með annarri endurskoðun efnahagsáætlunarinnar hefur aðgengi batnað en með þeirri endurskoðun fékk bankinn aðgang að um 700 milljónum evra.

Reikna má fastlega með því nú að peningastefnunefndin endurtaki yfirlýsingu sína um að haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðnar eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar.

„Má í því ljósi, og með hliðsjón af erlendri fjármögnun, vænta þess að nefndin lækki vexti bankans nokkuð hratt á næstunni, en þó með þeim skorðum sem áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir lok efnahagsáætlunarinnar í ágúst 2011 setur vaxtastefnunni. Spáum við því að nefndin verði komin með veðlánavexti bankans, sem nú eru 9,0%, niður í 6,0% í lok árs en á árinu eru eftir sex vaxtaákvörðunardagar," segir í Morgunkorninu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×