Handbolti

Algjört klúður í lokin hjá Kára og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Kristjánsson.
Kári Kristjánsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Kári Kristjánsson og félagar í HSG Wetzlar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap á móti MT Melsungen, 24-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Melsungen tryggði sér sigurinn með því að skora þrjú síðustu mörkin og vinna síðustu tíu mínútur leiksins 6-2.

Wetzlar var í góðum málum framan af leik og var með fimm marka forskot í hálfeik, 15-10. Kári skoraði fjögur af sex mörkum sínum í leiknum í fyrri hálfleiknum.

Melsungen tapaði tólf fyrstu leikjum sínum á tímabilinu en hefur nú náð níu stig út úr síðustu fimm leikjum sínum. Wetzlar er í 12. sæti en er nú aðeins tveimur stigum á undan Melsungen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×