Efnahagsaðstæður slæmar að mati 92% stjórnenda 14. janúar 2010 14:27 Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar að mati 92% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins, 8% telja aðstæður hvorki góðar né slæmar og enginn telur þær góðar. Er þetta meðal niðurstaðna ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, en könnunin var gerð í desember 2009. Greint er frá könnuninni á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að enn muni syrta í álinn að mati 43% stjórnenda sem telja að aðstæður í efnahagslífinu eigi eftir að verða enn verri eftir sex mánuði, 39% telja að aðstæður verði óbreyttar en aðeins 18% telja að það horfi til betri vegar. Fækkun starfsfólks er fyrirhuguð hjá 37% fyrirtækja á næstu 6 mánuðum, 49% hyggjast halda óbreyttum starfsmannafjölda en 14% ætla að bæta við sig starfsfólki. Ef miðað er við síðustu könnun sem gerð var síðastliðið haust þá mátu 95% aðstæður í efnahagslífinu afleitar en nú ber svo við að það dregur úr bjartsýni á að aðstæður þróist til betri vegar á næstu mánuðum og fleiri en áður telja að aðstæður verði verri. Vísitala efnahagslífsins er nú botnfrosin í gildinu núll líkt og hún hefur verið nær allt síðastliðið ár. Nær allir sem spurðir voru telja sig hafa nægt starfsfólk (92,5%) og aðeins 7,5% telja sig búa við skort á starfsfólki. Þá er ljóst að fyrirtæki landsins reikna með minnkandi innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu (42%) eða að hún standi í stað (42%) en aðeins lítill hluti (16%) telur að innlend eftirspurn eftir vörum og þjónustu aukist næsta hálfa árið. Aftur á móti gerir tæpur helmingur fyrirtækja ráð fyrir að erlend eftirspurn eftir vörum og þjónustu aukist á næstu sex mánuðum (45%) og svipaður fjöldi gerir ráð fyrir að eftirspurn standi í stað (44%). Aðeins 11% gera ráð fyrir að erlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum. Varðandi stöðu fyrirtækjanna og rekstrarhorfur þá segir tæpur þriðjungur (30%) að framlegð af rekstri (EBITDA) hafi aukist síðastliðna 6 mánuði, þriðjungur (33%) segir hana óbreytta en 37% segja hana hafa minnkað. Varðandi framtíðarhorfur gera 43% ráð fyrir að framlegð af rekstri muni minnka, 40% að hún standi í stað og 17% gera ráð fyrir að hún aukist. Verðbólguvæntingar eru á uppleið, enda skiljanlegt með hliðsjón af skattahækkunum. Það er ljóst að forsvarsmenn fyrirtækja eru ekki að sjá ljósið á næstu 6 mánuðum og bíða verður töluvert lengur eftir því að botni verði náð. Skattahækkanir og skuldavandi, skortur á aðgerðum, framkvæmdum og fjárfestingum spila þarna inn í. Framtíðarsýnin er því áfram dökk enda er veruleg lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta ekki í sjónmáli. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar að mati 92% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins, 8% telja aðstæður hvorki góðar né slæmar og enginn telur þær góðar. Er þetta meðal niðurstaðna ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, en könnunin var gerð í desember 2009. Greint er frá könnuninni á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að enn muni syrta í álinn að mati 43% stjórnenda sem telja að aðstæður í efnahagslífinu eigi eftir að verða enn verri eftir sex mánuði, 39% telja að aðstæður verði óbreyttar en aðeins 18% telja að það horfi til betri vegar. Fækkun starfsfólks er fyrirhuguð hjá 37% fyrirtækja á næstu 6 mánuðum, 49% hyggjast halda óbreyttum starfsmannafjölda en 14% ætla að bæta við sig starfsfólki. Ef miðað er við síðustu könnun sem gerð var síðastliðið haust þá mátu 95% aðstæður í efnahagslífinu afleitar en nú ber svo við að það dregur úr bjartsýni á að aðstæður þróist til betri vegar á næstu mánuðum og fleiri en áður telja að aðstæður verði verri. Vísitala efnahagslífsins er nú botnfrosin í gildinu núll líkt og hún hefur verið nær allt síðastliðið ár. Nær allir sem spurðir voru telja sig hafa nægt starfsfólk (92,5%) og aðeins 7,5% telja sig búa við skort á starfsfólki. Þá er ljóst að fyrirtæki landsins reikna með minnkandi innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu (42%) eða að hún standi í stað (42%) en aðeins lítill hluti (16%) telur að innlend eftirspurn eftir vörum og þjónustu aukist næsta hálfa árið. Aftur á móti gerir tæpur helmingur fyrirtækja ráð fyrir að erlend eftirspurn eftir vörum og þjónustu aukist á næstu sex mánuðum (45%) og svipaður fjöldi gerir ráð fyrir að eftirspurn standi í stað (44%). Aðeins 11% gera ráð fyrir að erlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum. Varðandi stöðu fyrirtækjanna og rekstrarhorfur þá segir tæpur þriðjungur (30%) að framlegð af rekstri (EBITDA) hafi aukist síðastliðna 6 mánuði, þriðjungur (33%) segir hana óbreytta en 37% segja hana hafa minnkað. Varðandi framtíðarhorfur gera 43% ráð fyrir að framlegð af rekstri muni minnka, 40% að hún standi í stað og 17% gera ráð fyrir að hún aukist. Verðbólguvæntingar eru á uppleið, enda skiljanlegt með hliðsjón af skattahækkunum. Það er ljóst að forsvarsmenn fyrirtækja eru ekki að sjá ljósið á næstu 6 mánuðum og bíða verður töluvert lengur eftir því að botni verði náð. Skattahækkanir og skuldavandi, skortur á aðgerðum, framkvæmdum og fjárfestingum spila þarna inn í. Framtíðarsýnin er því áfram dökk enda er veruleg lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta ekki í sjónmáli.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira