Viðskipti innlent

Engin kreppa í golfferðum Íslendinga

VITAgolf hefur selt 450 manns í golfferðir á rúmlega tveimum vikum. Sala golfferðanna hófst milli jóla og nýárs.

"Ég hef verið í golfferða "bransanum" í um 20 ár og sala golfferða hefur aldrei byrjað jafn vel og í ár," segir Peter Salmon, framkvæmdastjóri VITAgolf í tilkynningu um málið.

„Eg hef ekki betri skýringu á þessu en að fólk hlýtur að treysta okkar vörumerki, okkar áfangastöðum, verði og þjónustu. Við höfum lagt hart á okkar að bjóða bestu mögulegu verð og gæði á þessum krepputíma. Þetta hefur svo sannalega skilað sér og miklu meira en það."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×