Hagfræðiprófessor: Ísland þarf alþjóðlega skuldastjórnum 14. janúar 2010 14:03 Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980. Þetta kemur fram í grein sem Wijnbergen skrifar á vefsíðu nrc handelsblad. Wijnbergen gegnir nú prófessorstöðu við háskólann í Amsterdam en hann vann áður um 13 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Þar kom hann að framkvæmd Brady áætlunarinnar fyrir Mexíkó á sínum tíma. Samkvæmt henni voru erlendar skuldir landsins afskrifaðar um 40%. Þetta leiddi til þess að erlendar fjárfestingar flæddu að nýju inni í landið og Mexíkó tókst að rétta úr kútnum eftir alvarlega fjármálakreppu. Í grein sinni húðskammar Wijnbergen fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, fyrir afstöðu hans í málinu og það sem hann kallar siðprúðu sveitina (morality brigade) í Hollandi sem hafi risið upp á afturfæturna í vandlætingu sinni yfir því að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir sínar. Þá furðar Wijnbergen sig á ummælum Age Bakker forstjóra Hollandsdeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í hollenska sjónvarpinu um að aðstoð AGS við Ísland myndi frestast vegna Icesavemálsins. Wijnbergen segir að aðstoð AGS við Ísland hafi ekkert með Bakker að gera. Ákvarðanir AGS á Íslandi séu á borði framkvæmdastjórnar sjóðsins en ekki í höndum Bakker. Wijnbergen segir að Wouter Bos, og Gordon Brown, hafi ákveðið einhliða að bæta innistæðueigendum á Icesave tap sitt langt umfram þá upphæð sem reglugerðir geri ráð fyrir. Í Bretlandi upp að 50.000 pundum og í Hollandi upp að 100.000 evrum. Síðan hafi þeir tveir skellt þessum aukaskuldum á herðar Íslendinga. Það sé svo undarlegt að Bos hafi ekki spurt hollenska þingið um hvort hann hefði leyfi til þess að auka þannig innistæðutrygginguna á Icesave. Wijnbergen nefnir þá staðreynd að erlendar skuldir Íslands nemi nú 300% til 390% af landsframleiðslu landsins. Skuldakreppan í þriðja heiminum á níunda áratug síðustu aldrar hafi kennt mönnum hverning eigi að taka á slíku vandamái. „Að krefjast fullrar endurgreiðslu í þessum kringumstæðum leiðir bara til slíks umróts að kröfuhafar fái enn minna í sinn hlut en ef þeir myndu draga úr kröfum sínum," segir Wijnbergen. „Kröfuhafar eigi ekki að starfa hver fyrir sig. Alþjóðasamfélagið á ekki að leyfa Brown og Bos að krefjast þess að fá forgang umfram aðra kröfuhafa. Einhverjir, hugsanlega Norðurlöndin, ættu að samræma aðgerðir kröfuhafanna." Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Sjá meira
Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980. Þetta kemur fram í grein sem Wijnbergen skrifar á vefsíðu nrc handelsblad. Wijnbergen gegnir nú prófessorstöðu við háskólann í Amsterdam en hann vann áður um 13 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Þar kom hann að framkvæmd Brady áætlunarinnar fyrir Mexíkó á sínum tíma. Samkvæmt henni voru erlendar skuldir landsins afskrifaðar um 40%. Þetta leiddi til þess að erlendar fjárfestingar flæddu að nýju inni í landið og Mexíkó tókst að rétta úr kútnum eftir alvarlega fjármálakreppu. Í grein sinni húðskammar Wijnbergen fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, fyrir afstöðu hans í málinu og það sem hann kallar siðprúðu sveitina (morality brigade) í Hollandi sem hafi risið upp á afturfæturna í vandlætingu sinni yfir því að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir sínar. Þá furðar Wijnbergen sig á ummælum Age Bakker forstjóra Hollandsdeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í hollenska sjónvarpinu um að aðstoð AGS við Ísland myndi frestast vegna Icesavemálsins. Wijnbergen segir að aðstoð AGS við Ísland hafi ekkert með Bakker að gera. Ákvarðanir AGS á Íslandi séu á borði framkvæmdastjórnar sjóðsins en ekki í höndum Bakker. Wijnbergen segir að Wouter Bos, og Gordon Brown, hafi ákveðið einhliða að bæta innistæðueigendum á Icesave tap sitt langt umfram þá upphæð sem reglugerðir geri ráð fyrir. Í Bretlandi upp að 50.000 pundum og í Hollandi upp að 100.000 evrum. Síðan hafi þeir tveir skellt þessum aukaskuldum á herðar Íslendinga. Það sé svo undarlegt að Bos hafi ekki spurt hollenska þingið um hvort hann hefði leyfi til þess að auka þannig innistæðutrygginguna á Icesave. Wijnbergen nefnir þá staðreynd að erlendar skuldir Íslands nemi nú 300% til 390% af landsframleiðslu landsins. Skuldakreppan í þriðja heiminum á níunda áratug síðustu aldrar hafi kennt mönnum hverning eigi að taka á slíku vandamái. „Að krefjast fullrar endurgreiðslu í þessum kringumstæðum leiðir bara til slíks umróts að kröfuhafar fái enn minna í sinn hlut en ef þeir myndu draga úr kröfum sínum," segir Wijnbergen. „Kröfuhafar eigi ekki að starfa hver fyrir sig. Alþjóðasamfélagið á ekki að leyfa Brown og Bos að krefjast þess að fá forgang umfram aðra kröfuhafa. Einhverjir, hugsanlega Norðurlöndin, ættu að samræma aðgerðir kröfuhafanna."
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent