Viðskipti innlent

Hátt í þrjátíu Toyota jeppar innkallaðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Toyota Land Cruiser.
Toyota Land Cruiser.
Toyota bifreiðarumboðið á Íslandi ætlar að innakalla 26 Land Cruiser bifreiðar sem komnar eru í notkun hér á landi. Þar að auki eru um tuttugu Land Cruiser bifreiðar væntanlegar til landsins sem þarf að gera við áður en þær fara í sölu.

Í fréttatilkynningu frá Toyota umboðinu segir að Toyota í Evrópu hafi tilkynnt um innköllun á Land Cruiser 150 bifreiðum vegna uppfærslu á stöðuleikastýringu. Í undantekningartilvikum, þegar tekin sé beygja á miklum hraða sé mögulegt að bíllinn renni til án þess þó að ökumaður missi stjórn á honum. Til að koma í veg fyrir þetta verði hugbúnaður stöðuleikastýringarinnar uppfærður.

Toyota umboðið á Íslandi segir að ekki sé vitað til þess að slys hafi orðið af þessum völdum í Evrópu og undir öllum venjulegum kringumstæðum og í eðlilegum akstri sé bíllinn öruggur.

Innköllunin á einnig við um Lexus GX 460 jeppa sem ekki eru á markaði hér á landi. Innköllunin nær ekki til annarra gerða af Toyota og Lexus.

Fulltrúar Toyota umboðsins munu hringja í eigendur þeirra Land Cruiser bifreiða sem verða innkallaðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×