Viðskipti innlent

Samgönguráðherra opnar nýja skoðunarstöð í Vesturbænum

Á morgun klukkan tólf mun Kristján Möller samgönguráðherra opna nýja skoðunarstöð Frumherja hf. sem verið er að taka í notkun úti á Granda, að Hólmaslóð 2 í Reykjavík.

Í tilkynningu segir að stöðinni sé ætlað að mæta þörfinni í miðborginni, vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi fyrir nærþjónustu á sviði bifreiðaskoðana, en stöðin er sú eina sinnar tegundar í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins. „Unnt er að skoða allar tegundir almennra fólksbifreiða í stöðinni auk þess sem hún er sérstaklega útbúin til skoðunar á húsbílum og ferðavögnum. Stöðin að Hólmaslóð er öll hin glæsilegasta með úrvals aðstöðu fyrir viðskiptavini," segir einnig.

Frumherji hf. rekur bifreiðaskoðunarstöðvar um allt land og er stöðin að Hólmaslóð sú 31. í röðinni. Fyrirtækið sérhæfir sig á sviði faggiltra skoðana á mörgum sviðum auk þess það sér um framkvæmd ökuprófa fyrir Umferðarstofu og rekstur orkumæla fyrir Orkveitu Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×