GlaxoSmithKline fær risasekt vegna sölu gallaðra lyfja 27. október 2010 12:50 Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim.Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti um sektina og skaðabæturnar á fundi í Boston í gærdag. Þar segir að sektin sé upp á 150 milljónir dollara og skaðabætur til neytenda nemi um 600 milljónum dollara. Þetta er mesta sekt sem lyfjafyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða í sögunni.Fram kemur í frétt um málið í New York Times að í heildina hafi GlaxoSmithKline framleitt 20 lyf þar sem fyllsta öryggis var ekki gætt. Lyf þessi voru framleidd í verksmiðju lyfjarisans í Puerto Rico sem vitað var að átti við mengunarvandamál að glíma í áravís.Cheryl D. Echard fyrrum gæðastjórnandi GlaxoSmithKline mun hafa aðvarað stjórn lyfjarisans oft og mörgum sinnum um vandamálin í Puerto Rico. Stjórnin ákvað að reka Echard í stað þess að taka aðvaranir hennar alvarlega.Meðal þeirra lyfja sem hér um ræðir er þunglyndislyfið Paxil, kremið Bactroban, sykursýkislyfið Avandia og hjartalyfið Coreg. Ekki er vitað um að nokkur hafi veikst vegna þessara lyfja og aukaverkanir er erfitt að greina.Lögmaður á vegum Bandaríkjastjórnar segir að rannsókninni á málefnum GlaxoSmithKline sé ekki lokið. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim.Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti um sektina og skaðabæturnar á fundi í Boston í gærdag. Þar segir að sektin sé upp á 150 milljónir dollara og skaðabætur til neytenda nemi um 600 milljónum dollara. Þetta er mesta sekt sem lyfjafyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða í sögunni.Fram kemur í frétt um málið í New York Times að í heildina hafi GlaxoSmithKline framleitt 20 lyf þar sem fyllsta öryggis var ekki gætt. Lyf þessi voru framleidd í verksmiðju lyfjarisans í Puerto Rico sem vitað var að átti við mengunarvandamál að glíma í áravís.Cheryl D. Echard fyrrum gæðastjórnandi GlaxoSmithKline mun hafa aðvarað stjórn lyfjarisans oft og mörgum sinnum um vandamálin í Puerto Rico. Stjórnin ákvað að reka Echard í stað þess að taka aðvaranir hennar alvarlega.Meðal þeirra lyfja sem hér um ræðir er þunglyndislyfið Paxil, kremið Bactroban, sykursýkislyfið Avandia og hjartalyfið Coreg. Ekki er vitað um að nokkur hafi veikst vegna þessara lyfja og aukaverkanir er erfitt að greina.Lögmaður á vegum Bandaríkjastjórnar segir að rannsókninni á málefnum GlaxoSmithKline sé ekki lokið.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira