Rjómauppgjör hjá Marel fyrir þriðja ársfjórðung 27. október 2010 15:44 Marel skilaði rjómauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung ársins. Hagnaður af heildarstarfsemi eftir skatta var 2,4 milljónir evra tæplega 380 milljónir kr. Hagnaðurinn nam 0,9 milljónum evra fyrir sama tímabil í fyrra. Tekjur af kjarnastarfsemi námu 149,5 milljónum evra, sem er 33,5% aukning miðað við sama tímabil fyrir ári og 9,8% aukning samanborið við ársfjórðunginn á undan, þrátt fyrir sumarleyfistímann. Marel reiknar fyllilega með að ná EBIT markmiði sínu um 10-12% af veltu fyrir árið í heild. Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um fjármögnun fyrirtækisins. Stöðug og hagkvæm ný fjármögnun mun auðvelda frekari samþættingu á starfsemi fyrirtækisins. „Við náðum enn á ný góðum árangri á ársfjórðungnum. Sala jókst um 33% miðað við sama tímabil fyrir ári. Rekstrarhagnaður það sem af er ári er í samræmi við EBIT markmið okkar um 10-12%. Við gerum ráð fyrir góðum fjórða ársfjórðungi," segir Theo Hoen, forstjóri Marel. „Ákvörðun okkar um að viðhalda fjárfestingu í nýsköpun og vöruþróun er að skila sér. Nýjar vörur eins og SensorX og RevoPortioner seljast vel og sala stærri kerfa hefur tekið við sér. Þá er alþjóðlegt sölunet okkar farið að ná sífellt betri árangri í markaðssetningu og sölu. Fyrir vikið er pantanabókin mjög góð. Um þessar mundir erum við að leggja lokahönd á samþættingarstarf okkar og að hefja nýtt skeið í þróun fyrirtækisins. Héðan í frá munum við einbeita okkur sem eitt fyrirtæki undir merkjum Marel að því að auka tekjur og arðsemi." Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Marel skilaði rjómauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung ársins. Hagnaður af heildarstarfsemi eftir skatta var 2,4 milljónir evra tæplega 380 milljónir kr. Hagnaðurinn nam 0,9 milljónum evra fyrir sama tímabil í fyrra. Tekjur af kjarnastarfsemi námu 149,5 milljónum evra, sem er 33,5% aukning miðað við sama tímabil fyrir ári og 9,8% aukning samanborið við ársfjórðunginn á undan, þrátt fyrir sumarleyfistímann. Marel reiknar fyllilega með að ná EBIT markmiði sínu um 10-12% af veltu fyrir árið í heild. Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um fjármögnun fyrirtækisins. Stöðug og hagkvæm ný fjármögnun mun auðvelda frekari samþættingu á starfsemi fyrirtækisins. „Við náðum enn á ný góðum árangri á ársfjórðungnum. Sala jókst um 33% miðað við sama tímabil fyrir ári. Rekstrarhagnaður það sem af er ári er í samræmi við EBIT markmið okkar um 10-12%. Við gerum ráð fyrir góðum fjórða ársfjórðungi," segir Theo Hoen, forstjóri Marel. „Ákvörðun okkar um að viðhalda fjárfestingu í nýsköpun og vöruþróun er að skila sér. Nýjar vörur eins og SensorX og RevoPortioner seljast vel og sala stærri kerfa hefur tekið við sér. Þá er alþjóðlegt sölunet okkar farið að ná sífellt betri árangri í markaðssetningu og sölu. Fyrir vikið er pantanabókin mjög góð. Um þessar mundir erum við að leggja lokahönd á samþættingarstarf okkar og að hefja nýtt skeið í þróun fyrirtækisins. Héðan í frá munum við einbeita okkur sem eitt fyrirtæki undir merkjum Marel að því að auka tekjur og arðsemi."
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira