Bandaríkjamenn björguðu Danske Bank frá falli 3. desember 2010 09:18 Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum. Þetta kemur fram í máli hagfræðingsins Jacob Kirkegaard sem starfar við alþjóðlegu hugveituna The Peterson Institute. „Danske Bank væri ekki til í dag ef ríkisstyrkur frá Washington hefði ekki komið til," segir Kirkegaard í samtali við Politiken. Lánveitingar til Danske Bank koma fram í yfirliti sem bandaríski seðlabankinn hefur sent frá sér um hvað mikið bandarískir bankar fengu af lánum úr björgunarpökkum seðlabankans. Í heild nemur upphæðin um 3.300 milljörðum dollara en fram kemur að bankar utan Bandaríkjanna fengu fleiri hundruð milljarða dollara af þessu lánsfé. Fyrir utan lánið komu aðrar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Danske Bank einnig til góða. Þannig telur bandaríska þingið að sú ákvörðun stjórnvalda að ábyrgjast allar tryggingar hjá tryggingarisanum AIG hafi leitt til rúmlega 240 milljarða kr. ávinnings fyrir Danske Bank. Talsmaður Danske Bank vísar þessari greiningu Kirkiegaard á bug. Bankinn hafi átt möguleika á að fá fjármagn annarsstaðar frá en bandaríska seðlabankanum um haustið 2008. Hinsvegar hafi vaxtaskjörin hjá seðlabankanum verið mun hagstæðari en annarsstaðar og því ákveðið að taka þessi lán þar. Hvað AIG málið varðar segir Danske Bank að villa sé í útreikningum þingsins. Ávinningur bankans hafi aðeins numið rúmlega 20 miljörðum kr. við ábyrgðina á tryggingunum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum. Þetta kemur fram í máli hagfræðingsins Jacob Kirkegaard sem starfar við alþjóðlegu hugveituna The Peterson Institute. „Danske Bank væri ekki til í dag ef ríkisstyrkur frá Washington hefði ekki komið til," segir Kirkegaard í samtali við Politiken. Lánveitingar til Danske Bank koma fram í yfirliti sem bandaríski seðlabankinn hefur sent frá sér um hvað mikið bandarískir bankar fengu af lánum úr björgunarpökkum seðlabankans. Í heild nemur upphæðin um 3.300 milljörðum dollara en fram kemur að bankar utan Bandaríkjanna fengu fleiri hundruð milljarða dollara af þessu lánsfé. Fyrir utan lánið komu aðrar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Danske Bank einnig til góða. Þannig telur bandaríska þingið að sú ákvörðun stjórnvalda að ábyrgjast allar tryggingar hjá tryggingarisanum AIG hafi leitt til rúmlega 240 milljarða kr. ávinnings fyrir Danske Bank. Talsmaður Danske Bank vísar þessari greiningu Kirkiegaard á bug. Bankinn hafi átt möguleika á að fá fjármagn annarsstaðar frá en bandaríska seðlabankanum um haustið 2008. Hinsvegar hafi vaxtaskjörin hjá seðlabankanum verið mun hagstæðari en annarsstaðar og því ákveðið að taka þessi lán þar. Hvað AIG málið varðar segir Danske Bank að villa sé í útreikningum þingsins. Ávinningur bankans hafi aðeins numið rúmlega 20 miljörðum kr. við ábyrgðina á tryggingunum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira