Viðskipti innlent

RARIK efnir til skuldabréfaútboðs upp á 3 milljarða

RARIK hefur ákveðið að efna til skuldabréfaútboðs á nýjum flokki skuldabréfa, RARIK 10 1. Fjárfestum mun bjóðast að kaupa allt að 3.000 milljónir króna að nafnvirði. Landsbankinn (NBI hf.) er umsjónaraðili útboðsins og hefur sölutryggt útboðið.

Í tilkynningu segir að í kynningarefni útboðsins sem kynnt verður fjárfestum koma fram áður óbirtar fjárhagslegar upplýsingar og til að gæta jafnræðis á meðal fjárfesta á markaði fylgir kynningarefnið þessari tilkynningu.

Fjárfestum er sérstaklega bent á að kynna sér Rekstrar- og fjárfestingaráætlun ársins 2010 og áætlaða endurfjármögnunarþörf.

Jafnframt kemur fram í kynningarefni útboðsins að samkvæmt óendurskoðuðu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins er rekstur RARIK samstæðunnar í góðu samræmi við áætlanir félagsins fyrir árið 2010.

Í framangreindu kynningarefni kemur m.a. fram að í ár er áætlað að eignir RARIK nemi 16,4 miljörðum kr. og að skuldir nemi 19,4 milljörðum kr. Eiginfjárhlutfall á árinu verði tæp 46%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×