Viðskipti innlent

Auður kaupir Tal

Auður er búin að kaupa símafyrirtækið IP-fjarskipti ehf.
Auður er búin að kaupa símafyrirtækið IP-fjarskipti ehf.

Auður I fagfjárfestasjóður slf. hefur keypt allt hlutafé IP-fjarskipta ehf. (Tal), en seljendur félagsins eru, Teymi hf., NBI hf., Hermann Jónasson og Fjallaskarð ehf.

Virðing hf. hafði milligöngu um viðskiptin fyrir hönd Auðar I fagfjárfestasjóðs. Félagið var boðið til sölu með auglýsingu sem birtist í fjölmiðlum þann 17. maí síðastliðinn og var öllum fjárfestum sem uppfylltu tiltekin hæfisskilyrði gefinn kostur á að taka þátt í söluferlinu samkvæmt tilkynningu frá Auði.

Tindar verðbréf hf. önnuðust söluferli félagsins fyrir hönd seljenda og nutu ráðgjafar LOGOS lögmannsþjónustu við söluferlið.

Kaupverð er trúnaðarmál á milli kaupanda og seljenda og mun kaupandi taka við stjórn félagsins á komandi vikum.

Hægt er að fræðast um fjárfestingasjóðinn hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×