Viðskipti innlent

Kauphöllin sektar Bakkavör um 3 milljónir fyrir brot á upplýsingaskyldu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kauphöll Íslands. Mynd/ Stefán.
Kauphöll Íslands. Mynd/ Stefán.
Kauphöllinn áminnti í dag Bakkavör og beitti fyrirtækið þriggja milljóna króna sekt fyrir brot á upplýsingaskyldu.

Fram kemur í rökstuðningi sem Kauphöllin birti á vef sínum að málið snúist um frétt sem Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis birti þann 13. janúar síðastliðinn. Í fréttinni var fjallað um fund með kröfuhöfum Bakkavarar, vegna nauðasamninga um félagið, sem haldinn var í London.

Telur Kauphöllin að með því að verðmótandi upplýsingar hafi birst í fjölmiðlum án þess að hafa verið birtar opinberlega í tilkynningu til Kauphallarinnar, hafi Bakkavör brugðist upplýsingaskyldu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×