Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 31 milljarð í desember 10. febrúar 2010 10:44 Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris var 1.794 milljarðar kr. í lok desember síðastliðins og jókst um 31 milljarð kr. í mánuðinum samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í gær. Þar af jókst innlend verðbréfaeign um 24,2 milljarða kr. og erlend verðbréfaeign um 14,3 milljarða kr. Sjóðir og bankainnistæður lækkuðu hins vegar um 4,3 milljarða kr. í mánuðinum.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að af einstökum eignaliðum munar mestu um 17,6 milljarða kr. hækkun á ríkisbréfaeign sjóðanna. Þetta endurspeglar lækkun ávöxtunarkröfu óverðtryggða bréfa í desembermánuði sem og kaup lífeyrissjóða á ríkisbréfum en þeir hafa verið mjög atkvæðamiklir í síðustu ríkisbréfaútboðum og þá stórtækir kaupendur í lengsta flokki ríkisbréfa, þ.e. RIKB25. Í lok desember 2009 hefur hrein eign lífeyrissjóðanna hækkað um 203 milljarða kr. frá sama tíma fyrir ári sem jafngildir hækkun upp á 12,8% að nafnvirði. Sé tekið tillit til verðbólgu nemur hækkunin 4,9%. Í krónum talið er hrein eign lífeyrissjóðanna hærri en hún var fyrir hrun bankanna. Þannig var hrein eign lífeyrissjóðanna í lok desember 23,1 milljarðar kr. hærri en hún var í lok september sem jafngildir 1,3% hækkun að nafnvirði.Að raunvirði er hrein eign sjóðanna þó lægri en hún var fyrir hrun, eða sem nemur um 4%. Þó ber að hafa í huga að enn eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi endanlegt tap sjóðanna af fyrirtækjaskuldabréfum og fleiri eignum í kjölfar bankahrunsins. Liggur því nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna og ber þess vegna að taka mati á hreinni eign sjóðanna með fyrirvara. Auk þess eru iðgjaldagreiðslur í íslenska lífeyrissjóði mun hærri en lífeyrisgreiðslur og er því raunávöxtun sjóðanna töluvert minni en sem nemur raunbreytingu á hreinni eign þeirra frá einum tíma til annars. Stærsta áfallið fyrir sjóðina í kjölfar bankahrunsins var af innlendri hlutabréfaeign. Í lok september 2008 áttu lífeyrissjóðirnir 150,7 milljarða kr. í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum en mánuði síðar var sú eign komin niður í 41,6 milljarða kr.Staða þeirra á innlendum hlutabréfamörkuðum er enn sáralítil og nú í lok desember síðastliðinn var eign sjóðanna í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum 41,5 milljarðar kr. sem svarar til 2,3% af hreinni eign þeirra. Á hinn bóginn var vægi erlendra hlutabréfa og hlutabréfasjóða af hreinni eign í lok desember 22,6%. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris var 1.794 milljarðar kr. í lok desember síðastliðins og jókst um 31 milljarð kr. í mánuðinum samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í gær. Þar af jókst innlend verðbréfaeign um 24,2 milljarða kr. og erlend verðbréfaeign um 14,3 milljarða kr. Sjóðir og bankainnistæður lækkuðu hins vegar um 4,3 milljarða kr. í mánuðinum.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að af einstökum eignaliðum munar mestu um 17,6 milljarða kr. hækkun á ríkisbréfaeign sjóðanna. Þetta endurspeglar lækkun ávöxtunarkröfu óverðtryggða bréfa í desembermánuði sem og kaup lífeyrissjóða á ríkisbréfum en þeir hafa verið mjög atkvæðamiklir í síðustu ríkisbréfaútboðum og þá stórtækir kaupendur í lengsta flokki ríkisbréfa, þ.e. RIKB25. Í lok desember 2009 hefur hrein eign lífeyrissjóðanna hækkað um 203 milljarða kr. frá sama tíma fyrir ári sem jafngildir hækkun upp á 12,8% að nafnvirði. Sé tekið tillit til verðbólgu nemur hækkunin 4,9%. Í krónum talið er hrein eign lífeyrissjóðanna hærri en hún var fyrir hrun bankanna. Þannig var hrein eign lífeyrissjóðanna í lok desember 23,1 milljarðar kr. hærri en hún var í lok september sem jafngildir 1,3% hækkun að nafnvirði.Að raunvirði er hrein eign sjóðanna þó lægri en hún var fyrir hrun, eða sem nemur um 4%. Þó ber að hafa í huga að enn eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi endanlegt tap sjóðanna af fyrirtækjaskuldabréfum og fleiri eignum í kjölfar bankahrunsins. Liggur því nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna og ber þess vegna að taka mati á hreinni eign sjóðanna með fyrirvara. Auk þess eru iðgjaldagreiðslur í íslenska lífeyrissjóði mun hærri en lífeyrisgreiðslur og er því raunávöxtun sjóðanna töluvert minni en sem nemur raunbreytingu á hreinni eign þeirra frá einum tíma til annars. Stærsta áfallið fyrir sjóðina í kjölfar bankahrunsins var af innlendri hlutabréfaeign. Í lok september 2008 áttu lífeyrissjóðirnir 150,7 milljarða kr. í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum en mánuði síðar var sú eign komin niður í 41,6 milljarða kr.Staða þeirra á innlendum hlutabréfamörkuðum er enn sáralítil og nú í lok desember síðastliðinn var eign sjóðanna í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum 41,5 milljarðar kr. sem svarar til 2,3% af hreinni eign þeirra. Á hinn bóginn var vægi erlendra hlutabréfa og hlutabréfasjóða af hreinni eign í lok desember 22,6%.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent