Viðskipti innlent

Exista og Bakkavör brutu gegn lögum um verðbréfaviðskipti

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað Exista og Bakkavör fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Hvoru félagi um sig er gert að greiða 1.250 þúsund krónur í sekt en báðum málunum lauk með sátt.

Á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins segir að bæði Exista og Bakkavöru hefi gengist við því að hafa ekki sett félög sem voru tengd þeim Ágústi og Lýði Guðmundssyni á lista yfir fjárhagslega tengda aðila. Samkvæmt lögunum um verðbréfaviðskipti ber að gera slíkt.

Þeir Ágúst og Lýður voru áður í hópi stærstu eigenda Bakkavarar og Exista.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×