Sergey Shmatko, orkumálaráðherra Rússlands, er á leið í opinbera heimsókn til Íslands, ásamt sendinefnd, til fundar við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja til að ræða frekara tvíhliða samstarf landanna á sviði orkumála. Fundurinn fer fram í iðnaðarráðuneytinu á morgun. Shmatko mun einnig funda með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu.
Með orkumálaráðherranum eru í för Evgeniy Dod, forstjóri orkufyrirtækisins RusHydro og Alexey Kuzmitsky, héraðsstjóri Kamtsjaka, en þar hafa verið gerðar frumathuganir á nýtingu jarðhita til húshitunar, fiskeldis og raforkuframleiðslu í stórum stíl með þátttöku íslenskra aðila í því verkefni. Sendinefndin mun heimsækja Orkustofnun en hún hefur nýlega undirritað samning um samstarf á sviði við orkumála við systurstofnun sína í Rússlandi. Meðal aðila sem sendinefndin hittir hér á landi eru Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, sem tóku þátt í jarðfræðirannsóknum og borunum á jarhitasvæðum í Chukotka héraði á árunum 2002 til 2003. Þá skoðar sendinefndin m.a. Hellisheiðarvirkjun og Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum í Ölfusi.
Katrín fundar með orkumálaráðherra Rússlands

Mest lesið

Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent

Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum
Viðskipti erlent

Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila
Viðskipti innlent


Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent

„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“
Viðskipti innlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent



Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
