Handbolti

Andri samdi við Odder í Danmörku

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Andri ber að ofan með fyndinn hatt eftir sigur á sumarleikum Odder.
Andri ber að ofan með fyndinn hatt eftir sigur á sumarleikum Odder. Heimasíða Odder.
Andri Snær Stefánsson hefur samið við danska 1. deildarliðið Odder. Andri er Akureyringur sem gerði eins árs samning við félagið.

"Ég er mjög sáttur með þetta. Mér líður virkilega vel hérna og það hefur gengið vel. Það tók svolítinn tíma að fá félagaskiptin í gegn og ég missti af fyrsta deildarleiknum en ég get verið með í þeim næsta, sem er á fimmtudaginn," sagði Andri við Vísi í kvöld.

"Odder er með fínt lið og þetta er spennandi verkefni," sagði hinn skeleggi Andri sem leikur jafnan sem hornamaður eða skytta. Hann hefur verið hjá félaginu í nokkrar vikur og staðið sig vel með liðinu á undirbúningstímabilinu.

Andri er ekki eini leikmaður Akureyrar sem fór í atvinnumennsku í sumar, Jónatan Magnússon fór til Noregs og Árni Þór Sigtryggsson til Þýskalands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×