Viðskipti innlent

Nýr fjármálastjóri hjá HB Granda

Jónas Guðbjörnsson hefur tekið við starfi fjármálastjóra HB Granda. Jóhann Sigurjónsson, fjármálastjóri HB Granda, lætur nú af störfum að eigin ósk. Jóhann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá október 2002 og hverfur nú til annarra verkefna.

Greint er frá þessu á vefsíðu HB Granda. Jónas er löggiltur endurskoðandi og hefur undanfarið starfað sem fjármálastjóri Kjalars hf. Áður var Jónas fjármálastjóri Olíufélagsins, en þar áður vann hann sem endurskoðandi hjá Deloitte, m.a. fyrir mörg öflug sjávarútvegsfyrirtæki.

HB Grandi þakkar Jóhanni fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta og býður um leið Jónas velkominn til starfa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×