Viðskipti innlent

Skrá má Marel ytra á næsta ári

tækjabúnaður skoðaður Þegar Marel hefur flaggað einfaldari efnahagsreikningi en áður í eitt ár getur félagið verið fýsilegri kostur fyrir erlendra fjárfesta. Markaðurinn/Stefán
tækjabúnaður skoðaður Þegar Marel hefur flaggað einfaldari efnahagsreikningi en áður í eitt ár getur félagið verið fýsilegri kostur fyrir erlendra fjárfesta. Markaðurinn/Stefán

Ekki er útilokað að leitað verði eftir því að skrá hlutabréf Marels á erlendan hlutabréfamarkað á næsta ári. Um tvíhliða skráningu væri að ræða en Marel hefur verið á markaði hér frá 1982.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest og stjórnarformaður Marels, segir í ávarpi í ársskýrslu fyrirtækisins að stefnt hafi verið að því um nokkurt skeið að auka virði hlutafjáreignar í félaginu með tvíhliða skráningu.

Líkur eru á að nýhafið ár verði fyrsta svokallaða „hreina“ rekstrarár Marels þar sem búið sé að selja eignir utan kjarnastarfsemi.

Þarsíðasta ár var fyrsta „hreina“ rekstrarár stoðtækjafyrirtækisins Össurar en hlutabréf þess voru skráð á hlutabréfamarkað í Kaupmannahöfn í september í fyrra. Þau hafa hækkað um 46 prósent síðan.

Fyrir tvíhliða skráningu voru hlutabréf Össurar með umtalsverðum afslætti á verðkennitölur samanburðarfélaga en eru nú á svipuðu róli. Líklegt þykir að forsvarsmenn Marels geri sér svipaðar vonir en hlutabréf Marels hafa ekki hækkað í takt við erlend samanburðarfélög.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×