Nýskráningum bíla heldur áfram að fækka 3. mars 2010 10:35 Í febrúar síðastliðnum voru nýskráðir 117 bílar hér á landi sem er fækkun upp á 32% frá sama mánuði 2009 þegar 172 bílar voru skráðir. Ef tekið er mið af nýskráningum í janúar og febrúar þá er um að ræða 39% fækkun milli ára.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þannig voru samtals 250 bílar skráðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra voru þeir 407.Þessi fækkun í nýskráningum bifreiða er í takt við þá þróun sem hefur verið hér á landi síðan við upphaf efnahagskreppunnar í febrúar árið 2008. Frá þeim tíma, og þá sérstaklega eftir bankahrunið, hefur bílainnflutningur verið með minnsta móti enda hefur eftirspurn eftir nýjum bifreiðum dregist verulega saman.Þetta kemur fram í tölum sem Umferðastofa hefur birt um nýskráningar bifreiða.Þessi mikli samdráttur á nýskráningu bifreiða er einnig vel sjáanlegur í tölum um afkomu ríkissjóðs sem birtar voru í gær. Þannig skiluðu vörugjöld af ökutækjum 76,9% minni tekjum á síðastliðnu ári en árið 2008.Þess má geta að á árinu 2008 drógust tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum ökutækja saman um þriðjung frá árinu á undan. Ljóst er að veiking krónunnar spilar hér stórt hlutverk enda er þó nokkur fylgni milli gengisþróunar og fjölda nýskráninga bifreiða. Var krónan að meðaltali 25% veikari á árinu 2009 en 2008. Frá ársbyrjun 2008 hafa laun samkvæmt launavísitölu hækkað um tæp 11%. Á sama tíma hafa nýjar bifreiðar hækkað í verði um tæplega 42% samkvæmt vísitölumælingu Hagstofunnar. Kaupmáttur launa, mældur í bifreiðum, hefur því minnkað um tæp 22% undanfarin tvö ár á sama tíma og minna er aflögu af launum á flestum heimilum þegar búið er að greiða opinber gjöld og þjónusta lán.Þegar við bætist að bílafloti landsmanna var bæði ungur að árum og býsna stór í upphafi kreppunnar er ekki að undra að sala nýrra bíla sé dræm um þessar mundir, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Í febrúar síðastliðnum voru nýskráðir 117 bílar hér á landi sem er fækkun upp á 32% frá sama mánuði 2009 þegar 172 bílar voru skráðir. Ef tekið er mið af nýskráningum í janúar og febrúar þá er um að ræða 39% fækkun milli ára.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þannig voru samtals 250 bílar skráðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra voru þeir 407.Þessi fækkun í nýskráningum bifreiða er í takt við þá þróun sem hefur verið hér á landi síðan við upphaf efnahagskreppunnar í febrúar árið 2008. Frá þeim tíma, og þá sérstaklega eftir bankahrunið, hefur bílainnflutningur verið með minnsta móti enda hefur eftirspurn eftir nýjum bifreiðum dregist verulega saman.Þetta kemur fram í tölum sem Umferðastofa hefur birt um nýskráningar bifreiða.Þessi mikli samdráttur á nýskráningu bifreiða er einnig vel sjáanlegur í tölum um afkomu ríkissjóðs sem birtar voru í gær. Þannig skiluðu vörugjöld af ökutækjum 76,9% minni tekjum á síðastliðnu ári en árið 2008.Þess má geta að á árinu 2008 drógust tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum ökutækja saman um þriðjung frá árinu á undan. Ljóst er að veiking krónunnar spilar hér stórt hlutverk enda er þó nokkur fylgni milli gengisþróunar og fjölda nýskráninga bifreiða. Var krónan að meðaltali 25% veikari á árinu 2009 en 2008. Frá ársbyrjun 2008 hafa laun samkvæmt launavísitölu hækkað um tæp 11%. Á sama tíma hafa nýjar bifreiðar hækkað í verði um tæplega 42% samkvæmt vísitölumælingu Hagstofunnar. Kaupmáttur launa, mældur í bifreiðum, hefur því minnkað um tæp 22% undanfarin tvö ár á sama tíma og minna er aflögu af launum á flestum heimilum þegar búið er að greiða opinber gjöld og þjónusta lán.Þegar við bætist að bílafloti landsmanna var bæði ungur að árum og býsna stór í upphafi kreppunnar er ekki að undra að sala nýrra bíla sé dræm um þessar mundir, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira