Viðskipti innlent

Nýjar verklagsreglur settar um starfsemi bankanna

Sigríður Mogensen skrifar
Bankar munu geta gert kröfu um arðgreiðslubann og takmarkanir á úttektum eigenda, í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja samkvæmt nýjum verklagsreglum.

Nýjar verklagsreglur Samtaka fjármálafyrirtækja voru staðfestar af Fjármálaeftirlitinu í gær. Fyrirvari er gerður um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Í reglunum segir að við mat banka á áframhaldandi þáttöku eigenda og stjórnenda í rekstri fyrirtækja eftir fjárhagslega endurskipulagningu eigi að horfa til viðskiptasögu þeirra, samstarfsvilja og þýðingu á aðkomu þeirra fyrir framtíð fyrirtækja.

Í reglunum segir einnig að banki geti gert kröfur um frekari skilmála og kvaðir á fyrirtæki sem fer í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Það geti meðal annars falist í kröfu um eiginfjárframlag eigenda til rekstursins, arðgreiðslubann og takmarkanir á úttektum eigenda. Þá geti bankinn sett takmarkanir á launagreiðslur og önnur hlunnindi eigenda og stjórnenda fyrirtækisins.

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, segir verklagsreglurnar góðar og gildar en vandamálið sé framkvæmd reglnanna. Huglægt mat á reglunum geti á endanum ráðið för. Hann segir að bankarnir geti til dæmis ekki leyft sér það að fara leið sem gangi gegn hagsmunum bankans til þess eins að komast hjá því að semja við ákveðna menn vegna pólitísks þrýstings.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×