Viðskipti innlent

Deyfð yfir gjaldeyrisviðskiptum á millibankamarkaði

Þetta línurit er á viðskiptavefnum M5.
Þetta línurit er á viðskiptavefnum M5.
Mikil deyfð var yfir millibankamarkaðinum með gjaldeyri í febrúar mánuði. Samkvæmt hagtölum Seðlabankans nam heildarveltan aðeins 704 milljónum kr. Í góðærinu fyrir þremur til fjórum árum síðan hefði sú upphæð þótt döpur dagvelta á þessum markaði.

Þegar litið er á yfirlit yfir viðskiptin í febrúar kemur í ljós að þaui áttu sér stað á aðeins þremur dögum í mánuðinum. Fyrstu viðskiptin voru 2. febrúar upp á 354 milljónir kr. en síðan urðu viðskipti 15. og 16. febrúar upp á 175 milljónir kr. hvorn daginn.

Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi með þessari frétt , sem finna má á viðskiptavefnum M5, höfðu þessi viðskipti töluverð áhrif á gengisvísitöluna þótt lítil væru. Þannig tekur vísitalan smádýfu 2. febrúar og hið sama gerist hina dagana tvo.

Annað flökt á vísitölunni í febrúar er sennilega vegna innbyrðis breytinga á gengi annarra gjaldmiðla en krónunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×