Viðskipti innlent

Gengisdómur gæti þýtt 350 milljarða eignatilfærslu

Mótmæli hafa verið fyrir utan Seðlabankann í vikunni vegna tilmæla bankans og Fjármálaeftirlitsins um hvernig vexti eigi að greiða af gengistryggðum lánum.
Mótmæli hafa verið fyrir utan Seðlabankann í vikunni vegna tilmæla bankans og Fjármálaeftirlitsins um hvernig vexti eigi að greiða af gengistryggðum lánum.

Ef miðað verður við samningsvexti gengistryggðra lána mun um 350 milljarða króna eignartilfærsla eiga sér stað frá fjármálafyrirtækjum yfir til lántakenda. Að minnsta kosti 100 milljarðar króna munu lenda á ríkissjóði, og þar með skattgreiðendum, ef sú eignartilfærsla á sér stað. Þetta kemur fram í frétt í Viðskiptablaðinu í dag.

Ef farið verður eftir tilmælum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands um að miða við lægstu vexti Seðlabankans við uppgjör lána, sem áður voru gengistryggð, verður sú eignartilfærsla um 140 milljarðar króna.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að stjórnvöld telji ljóst að ríkissjóður verði fyrir miklu fjárhagslegu tjóni ef farin verður sú leið að láta áður gengistryggða lánasamninga standa að öllu öðru leyti en því að gengistryggingin verði afnumin.

Þannig muni stór hluti af hinni 350 milljarða króna eignartilfærslu lenda á ríkissjóði verði þetta raunin, þar sem hann þyrfti að leggja bönkum í sinni eigu til aukið eigið fé svo þeir gætu staðið slíkt högg af sér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×