Lögin við vinnuna Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. júlí 2010 06:00 Dökkur skýjabakkinn hleðst upp í takt við verkefnabunkann á borðinu mínu. Ég hef ekki séð til sólar í dag. Á erfitt með að halda mig að verki og held að hitastigið hljóti að vera dottið niður í eins stafs tölu. Hann virðist líka vera að hvessa og útundan mér heyri ég varað við því að vera á þvælingi með felli- eða hjólhýsi aftan í bílum. Svo taka fyrstu droparnir að falla. Ekki það að ég hafi ætlað mér í útilegu, á ekki einu sinni fellihýsi og leiðist að lúra í svefnpoka undir nælonhimni með grjót undir hnakkanum. Kann miklu betur við mig undir dúnsæng. Veðrið ætti heldur ekkert að trufla mig þar sem ég sit inni við vinnu. Kannski er betra að slæmi kaflinn komi núna svo ég eigi góða veðrið inni þegar ég fer í frí. Innst inni veit ég þó að á það er ekki að treysta, íslensk veðrátta er ólíkindatól. Ekki þýðir að drolla við dagdrauma um sumarfríið svo ég sný mér aftur að verkefnahaugnum sem ég þarf að ryðjast í gegnum. Bölva í huganum yfir seinaganginum í sjálfri mér og hefst handa, þangað til ég læt taktfast suð fyrir utan gluggann trufla mig aftur. Fyrir utan er síðhærður unglingur að slá brekkuna með orfi. Klæddur í bæjarvinnuvesti lætur hann sér ekki leiðast heldur dansar og dillar sér við vinnuna. Hann sveiflar sláttuorfinu til og frá, þrátt fyrir rigninguna, svo sítt taglið sveiflast með. Sjálfsagt með tónlist í eyrunum. Rigninguna kann ég reyndar líka að meta. Ekki aðeins er hún góð fyrir gróðurinn í nýþökulögðum garðinum mínum heldur getur hún verið svæfandi þegar hún dynur á þakjárninu. Svæfing er reyndar ekki það sem ég þarf á að halda þessa stundina svo ég stekk upp úr stólnum og hleyp út á stétt. Rigningin er nefnilega líka hressandi þegar heilastarfsemin er við það að ryðga föst svona seinni part dags. Ég sný andlitinu til himins og safna nokkrum dropum á kinnarnar áður en ég fer aftur inn, tilbúin í slaginn. Þegar ég sest aftur niður hefur rofað til í hausnum á mér og hrúgan fyrir framan mig virðist ekki eins óyfirstíganleg. Ég tek síðhærða unglinginn mér til fyrirmyndar, set tónlist í eyrun og syng með: „Mér finnst rigningin góð!" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Dökkur skýjabakkinn hleðst upp í takt við verkefnabunkann á borðinu mínu. Ég hef ekki séð til sólar í dag. Á erfitt með að halda mig að verki og held að hitastigið hljóti að vera dottið niður í eins stafs tölu. Hann virðist líka vera að hvessa og útundan mér heyri ég varað við því að vera á þvælingi með felli- eða hjólhýsi aftan í bílum. Svo taka fyrstu droparnir að falla. Ekki það að ég hafi ætlað mér í útilegu, á ekki einu sinni fellihýsi og leiðist að lúra í svefnpoka undir nælonhimni með grjót undir hnakkanum. Kann miklu betur við mig undir dúnsæng. Veðrið ætti heldur ekkert að trufla mig þar sem ég sit inni við vinnu. Kannski er betra að slæmi kaflinn komi núna svo ég eigi góða veðrið inni þegar ég fer í frí. Innst inni veit ég þó að á það er ekki að treysta, íslensk veðrátta er ólíkindatól. Ekki þýðir að drolla við dagdrauma um sumarfríið svo ég sný mér aftur að verkefnahaugnum sem ég þarf að ryðjast í gegnum. Bölva í huganum yfir seinaganginum í sjálfri mér og hefst handa, þangað til ég læt taktfast suð fyrir utan gluggann trufla mig aftur. Fyrir utan er síðhærður unglingur að slá brekkuna með orfi. Klæddur í bæjarvinnuvesti lætur hann sér ekki leiðast heldur dansar og dillar sér við vinnuna. Hann sveiflar sláttuorfinu til og frá, þrátt fyrir rigninguna, svo sítt taglið sveiflast með. Sjálfsagt með tónlist í eyrunum. Rigninguna kann ég reyndar líka að meta. Ekki aðeins er hún góð fyrir gróðurinn í nýþökulögðum garðinum mínum heldur getur hún verið svæfandi þegar hún dynur á þakjárninu. Svæfing er reyndar ekki það sem ég þarf á að halda þessa stundina svo ég stekk upp úr stólnum og hleyp út á stétt. Rigningin er nefnilega líka hressandi þegar heilastarfsemin er við það að ryðga föst svona seinni part dags. Ég sný andlitinu til himins og safna nokkrum dropum á kinnarnar áður en ég fer aftur inn, tilbúin í slaginn. Þegar ég sest aftur niður hefur rofað til í hausnum á mér og hrúgan fyrir framan mig virðist ekki eins óyfirstíganleg. Ég tek síðhærða unglinginn mér til fyrirmyndar, set tónlist í eyrun og syng með: „Mér finnst rigningin góð!"
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun