Viðskipti innlent

Andvirði gullforðans komið yfir 10 milljarða

Andvirði gulforða þess sem geymdur er í Seðlabankanum er orðinn yfir 10 milljarða kr. virði í fyrsta sinn í sögunni.

Þetta kemur fram í efnahagsreikningi Seðlabankans sem birtur er í hagtölum bankans. Gullforðinn stóð í nákvæmlega 10.113 milljónum kr. í lok júní og hafði hækkað um 167 milljónir kr. frá fyrra mánuði. Ástæðan fyrir hækkuninni eru þær verðhækkanir sem verið hafa á heimsmarkaðsverði á gulli undanfarnar vikur og mánuði.

Samkvæmt efnahagsreikningnum stóð gjaldeyrisforði Seðlabankans í 573 milljörðum kr. í júní lok og hafði hækkað um 67 milljarða kr. frá fyrri mánuði. Nettóstaða forðans minnkaði hinsvegar um 20 milljarða kr. milli mánaðanna og stóð í tæpum 136 milljörðum í lok júní.

Af öðrum stórum breytingum á einstaka liðum í reikningnum má nefna að innistæður í erlendum bönkum jukust um 84 milljarða kr. milli mánaða og stóðu í 313 milljörðum kr. í júnílok. Erlend verðbréfaeign minnkaði hinsvegar um 16,5 milljarða kr. og nam 230 milljörðum kr. í lok júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×