GAMMA: Stærsta fréttin er nýr verðtryggður skuldabréfaflokkur 11. janúar 2010 10:34 „Stærsta fréttin í tilkynningunni er staðfesting á því að gefinn verður út nýr verðtryggður skuldabréfaflokkur á öðrum ársfjórðungi og er gert ráð fyrir að selja allt að 50 milljarða kr. á árinu og frekari stækkun ráðgerð næsta ár," segir í grein frá verðbréfafyrirtækinu GAMMA. Í greininni er fjallað um útgáfáætlun Lánamála Ríkisins sem kom út á föstudaginn en í henni er áformað að fjármagna ríkissjóð með 170 milljarða kr. útgáfu ríkisskuldabréfa. Mestur hluti útgáfu ríkisskuldabréfa fer í endurgreiðslur á ríkisbréfum sem eru á gjalddaga í mars og desember á þessu ári, samtals 130 milljarða kr. GAMMA segir að það er ánægjulegt að sjá að hinn nýi flokkur verður byggður upp á sama hátt og óverðtryggðu ríkisbréfin, þ.e. vaxtagreiðslubréf, nema að verðtryggingin bætist við; þetta er til samræmis við erlenda skuldabréfamarkaði. Einföldun skuldabréfamarkaðarins er mikilvæg og mjög jákvætt að sjá þróun í átt til samræmingar. „Við vonumst til þess að við útreikning á daglegri verðtryggingu verði notast við nákvæmlega sömu aðferð og Íbúðabréfin gera þ.e. línuleg brúun milli mánaðargilda vísitölunnar," segir í greininni. Þá segir að þessi ákvörðun kemur ekki á óvart, mikil eftirspurn hefur verið eftir verðtryggðum bréfum undanfarnar vikur og hefur t.a.m. GAMMAi: Verðtryggt hækkað um 13,3% síðastliðna 6 mánuði á móti „einungis" 5,9% hækkun GAMMAxi: Óverðtryggt. Verðbólguvæntingar hafa þar af leiðandi hækkað skarpt og eru orðnar um 4,2% til lengri tíma litið (10-15 ár). (Verðbólguvæntingar voru 4,4% á föstudaginn en lækkaði skarpt í viðskiptum í morgun). Rökrétt er fyrir ríkissjóð að skulda verðtryggt vegna tengingar verðbólgu við tekjur ríkissjóðs sem og aðhaldið sem verðtryggð útgáfa á að veita stjórnvöldum. Þetta gæti mögulega verið fyrsta skrefið til þess að ríkissjóður fari að gefa út verðtryggt í auknari mæli á móti því að Íbúðalánasjóður taki upp óverðtryggða útgáfu. Hægt er að verðleggja núna löng óverðtryggð vaxtagreiðslubréf út frá vaxtakúrfu ríkisbréfa og samkvæmt útgáfáætlun á að halda áfram útgáfu og uppbyggingu á Ríkisbréfi 2025, sem er nú þegar orðinn 56 milljarða kr. að stærð. „Mjög áhugavert væri að sjá óverðtryggð húsnæðislán í boði til almennings með föstum vöxtum og teljum við að grundvöllur sé að myndast fyrir þeirri útgáfu hjá Íbúðalánasjóði," segir í greininni. Það virðist sem fréttirnar af þessari nýju útgáfu spariskírteina hafi verið óvæntar fyrir markaðinn þrátt fyrir að þetta hafi verið í umræðunni þar sem GAMMAi: Verðtryggt byrjaði í morgun á því að lækka um 1,25% en kom síðan aðeins tilbaka og hefur nú lækkað um 0,81%. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Stærsta fréttin í tilkynningunni er staðfesting á því að gefinn verður út nýr verðtryggður skuldabréfaflokkur á öðrum ársfjórðungi og er gert ráð fyrir að selja allt að 50 milljarða kr. á árinu og frekari stækkun ráðgerð næsta ár," segir í grein frá verðbréfafyrirtækinu GAMMA. Í greininni er fjallað um útgáfáætlun Lánamála Ríkisins sem kom út á föstudaginn en í henni er áformað að fjármagna ríkissjóð með 170 milljarða kr. útgáfu ríkisskuldabréfa. Mestur hluti útgáfu ríkisskuldabréfa fer í endurgreiðslur á ríkisbréfum sem eru á gjalddaga í mars og desember á þessu ári, samtals 130 milljarða kr. GAMMA segir að það er ánægjulegt að sjá að hinn nýi flokkur verður byggður upp á sama hátt og óverðtryggðu ríkisbréfin, þ.e. vaxtagreiðslubréf, nema að verðtryggingin bætist við; þetta er til samræmis við erlenda skuldabréfamarkaði. Einföldun skuldabréfamarkaðarins er mikilvæg og mjög jákvætt að sjá þróun í átt til samræmingar. „Við vonumst til þess að við útreikning á daglegri verðtryggingu verði notast við nákvæmlega sömu aðferð og Íbúðabréfin gera þ.e. línuleg brúun milli mánaðargilda vísitölunnar," segir í greininni. Þá segir að þessi ákvörðun kemur ekki á óvart, mikil eftirspurn hefur verið eftir verðtryggðum bréfum undanfarnar vikur og hefur t.a.m. GAMMAi: Verðtryggt hækkað um 13,3% síðastliðna 6 mánuði á móti „einungis" 5,9% hækkun GAMMAxi: Óverðtryggt. Verðbólguvæntingar hafa þar af leiðandi hækkað skarpt og eru orðnar um 4,2% til lengri tíma litið (10-15 ár). (Verðbólguvæntingar voru 4,4% á föstudaginn en lækkaði skarpt í viðskiptum í morgun). Rökrétt er fyrir ríkissjóð að skulda verðtryggt vegna tengingar verðbólgu við tekjur ríkissjóðs sem og aðhaldið sem verðtryggð útgáfa á að veita stjórnvöldum. Þetta gæti mögulega verið fyrsta skrefið til þess að ríkissjóður fari að gefa út verðtryggt í auknari mæli á móti því að Íbúðalánasjóður taki upp óverðtryggða útgáfu. Hægt er að verðleggja núna löng óverðtryggð vaxtagreiðslubréf út frá vaxtakúrfu ríkisbréfa og samkvæmt útgáfáætlun á að halda áfram útgáfu og uppbyggingu á Ríkisbréfi 2025, sem er nú þegar orðinn 56 milljarða kr. að stærð. „Mjög áhugavert væri að sjá óverðtryggð húsnæðislán í boði til almennings með föstum vöxtum og teljum við að grundvöllur sé að myndast fyrir þeirri útgáfu hjá Íbúðalánasjóði," segir í greininni. Það virðist sem fréttirnar af þessari nýju útgáfu spariskírteina hafi verið óvæntar fyrir markaðinn þrátt fyrir að þetta hafi verið í umræðunni þar sem GAMMAi: Verðtryggt byrjaði í morgun á því að lækka um 1,25% en kom síðan aðeins tilbaka og hefur nú lækkað um 0,81%.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira