Viðskipti innlent

Christensen: Hugsanlegt að Ísland endi í þjóðargjaldþroti

Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að hugsanlegt sé að Ísland endi í þjóðargjaldþroti. Hann metur líkurnar jafnar á að slíkt gerist eða ekki.

Þetta kemur fram í viðtali Jyllands Posten við Christensen um helgina en þar er tekið fram að Christensen sé sérfróður um íslensk efnahagsmál enda hafi hann fylgst með þróun þeirra um árabil.

„Ef að íslensk stjórnvöld myndu setjast niður og gera efnahag sinn upp til að sjá hvort hann beri sig er landið alveg á mörkum þess," segir Christensen. „Það er ekki ósennilegt að gjaldþrot verði niðurstaðan."

Christensen vill þó ekki setja líkur á slíkt gjaldþrot, það séu kraftar sem togi í báða enda. Efnahagsmál Íslands hafi verið sett í biðstöðu þar til úrslit komandi þjóðaratkvæðagreiðslu liggja ljós fyrir.

„Fyrir Íslendinga skiptir litlu máli hvort þeir þvinga land sitt í gjaldþrot með því að segja nei við samkomulaginu," segir Christensen. „Undir öllum kringumstæðum sitja þeir eftir með risavaxinn reikning."

Aðspurður um afstöðu hinna Norðurlandanna segir Christensen að þau eigi sameiginlega sögu með Íslandi. „Maður skilur ekki vin sinn í húsinu eftir í skítnum þótt að kreppa Íslands sé tilkomin vegna ábyrgðarleysis í fjármálum og algjörs skort á ábyrgð af hendi stjórnvalda þegar slíkrar ábyrgðar var krafist," segir hann.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×