Skuldatryggingaálag ríkissjóðs heldur áfram að lækka 1. júní 2010 12:17 Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur lækkað um 24 punkta undanfarna viku. Þannig stóð álagið til 5 ára í lok dagsins í gær í 318 punktum (3,18%) en um miðja síðustu viku var álagið 342 punktar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í maímánuði lækkaði álagið jafnframt umtalsvert, eða um tæpa 60 punkta en í upphafi mánaðarins stóð álag ríkissjóðs Íslands í tæpum 380 punktum. Þetta er nokkuð meiri lækkun en sést hefur hjá öðrum Evrópuríkjum á sama tímabili. Mögulegt er að jákvæðar fréttir á borð við samþykkt annarrar endurskoðunar AGS og samkomulag Seðlabanka Íslands við seðlabankann í Lúxemborg um kaup á útistandandi skuldabréfum Avens hafi haft hér einhver áhrif, en með þeirri stækkun gjaldeyrisforðans sem þessir tveir atburðir fela í sér má segja að líkur á greiðslufalli af erlendum skuldabréfum ríkissjóðs næstu tvö árin séu orðnar afar litlar. Einnig má benda á að undanfarin uppkaup Seðlabanka og ríkissjóðs á evrubréfum ríkisins með gjalddaga í desember 2011 skapa mögulega söluþrýsting á skuldatryggingum á Ísland. Erfitt er þó að henda reiður á hvað nákvæmlega býr að baki en benda má á að á sama tíma hafa einnig borist tíðindi sem seint geta talist jákvæð fyrir Ísland. Eins og skemmst er að minnast sendi EFTA í síðustu viku frá sér tilkynningu um að Ísland hafi brotið gegn Evróputilskipun um innstæðutryggingar með því að mismuna innlendum og erlendum innistæðueigendum. Ljóst er þó að óróinn í Evrópu í tengslum við vandræði Grikklands og þær vangaveltur sem vaknað hafa í kjölfarið um stöðu annarra skuldsettra evruríkja hafa ekki haft áhrif til hækkunar á skuldatryggingaálag Ríkissjóðs Íslands undanfarnar vikur, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sjá meira
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur lækkað um 24 punkta undanfarna viku. Þannig stóð álagið til 5 ára í lok dagsins í gær í 318 punktum (3,18%) en um miðja síðustu viku var álagið 342 punktar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í maímánuði lækkaði álagið jafnframt umtalsvert, eða um tæpa 60 punkta en í upphafi mánaðarins stóð álag ríkissjóðs Íslands í tæpum 380 punktum. Þetta er nokkuð meiri lækkun en sést hefur hjá öðrum Evrópuríkjum á sama tímabili. Mögulegt er að jákvæðar fréttir á borð við samþykkt annarrar endurskoðunar AGS og samkomulag Seðlabanka Íslands við seðlabankann í Lúxemborg um kaup á útistandandi skuldabréfum Avens hafi haft hér einhver áhrif, en með þeirri stækkun gjaldeyrisforðans sem þessir tveir atburðir fela í sér má segja að líkur á greiðslufalli af erlendum skuldabréfum ríkissjóðs næstu tvö árin séu orðnar afar litlar. Einnig má benda á að undanfarin uppkaup Seðlabanka og ríkissjóðs á evrubréfum ríkisins með gjalddaga í desember 2011 skapa mögulega söluþrýsting á skuldatryggingum á Ísland. Erfitt er þó að henda reiður á hvað nákvæmlega býr að baki en benda má á að á sama tíma hafa einnig borist tíðindi sem seint geta talist jákvæð fyrir Ísland. Eins og skemmst er að minnast sendi EFTA í síðustu viku frá sér tilkynningu um að Ísland hafi brotið gegn Evróputilskipun um innstæðutryggingar með því að mismuna innlendum og erlendum innistæðueigendum. Ljóst er þó að óróinn í Evrópu í tengslum við vandræði Grikklands og þær vangaveltur sem vaknað hafa í kjölfarið um stöðu annarra skuldsettra evruríkja hafa ekki haft áhrif til hækkunar á skuldatryggingaálag Ríkissjóðs Íslands undanfarnar vikur, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sjá meira