Þetta kemur fram í svari Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn á Alþingi frá Erlu Ósk Ásgeirsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
Fyrirspurnin hljóðaði svo: „Hver var kostnaður Seðlabanka Íslands árið 2009 við að viðhalda gjaldeyrishöftunum?"
Í svarinu, sem byggir á upplýsingum frá Seðlabankanum, kemur fram að auk launakostnaðarins nam aðkeypt vinna 4,7 milljónum kr. og annar kostnaður, það er hlutdeild í rekstri bankans, nam tæpum 9 milljónum kr.