Selja erlendar eigur og kaupa íbúðabréf Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júní 2010 06:00 Kaupin kynnt Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða (LL), Arnar Sigurmundsson, formaður LL, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans. Fréttablaðið/GVA Um helgina náðist samkomulag um kaup 26 lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Seðlabanka Íslands í gærmorgun. Lífeyrissjóðirnir greiða fyrir í evrum sem nemur 88 milljörðum króna. Heildarnafnverð bréfanna er 90,2 milljarðar króna. Meðal annars er um að ræða bréf sem ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust með samningum við Seðlabanka Lúxemborgar og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg 18. maí. Landsbankinn hafði áður sett bréfin inn í félagið Avens B.V. og notað sem veð fyrir lánum frá Seðlabankanum í Lúxemborg. Þá er um að ræða skuldabréf sem ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust í kjölfar bankahrunsins. „Þessi samningur er gerður í þeim tilgangi að styrkja gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar kaupin voru kynnt. Fram kom í máli hans að stuttur aðdragandi hafi verið að kaupunum og að setið hafi verið við samningaborðið um helgina, meðan aðrir voru með hugann við sveitarstjórnarkosningar og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þegar Seðlabankinn kynnti samkomulagið við seðlabankann í Lúxemborg sagði Már að bréfin yrðu seld í opnu ferli þar sem ekkert lægi á. Í máli hans í gær kom fram að við nánari skoðun hafi það ekki reynst mögulegt, vegna skilmála sem setja hafi þurft og óvissu sem uppi væri um afhendingartíma bréfanna. Í máli Más kom fram að með samkomulaginu lækki bæði heildarskuldir og hreinar skuldir þjóðarbúsins um rúmlega 3,5 prósent af landsframleiðslu. Skuldir ríkissjóðs í erlendri mynt aukist hins vegar um sem nemi rúmlega 3,5 prósentum af landsframleiðslu. Á móti batnar gjaldeyrisstaða ríkissjóðs og Seðlabankans um sem nemur 5,5 prósentum af landsframleiðslu. „Með þessum viðskiptum má líta svo á að ríkissjóður hafi fjármagnað sig á kjörum sem jafngilda 0,75 prósenta föstum vöxtum til 15 ára,“ sagði seðlabankastjóri. Lífeyrissjóðirnir selja erlendar eignir og greiða 549 milljónir evra fyrir bréfin. Við það eykst gjaldeyrisforði Seðlabankans um 82 milljarða króna (512 milljónir evra) eða um 17 prósent. Salan fór fram í lokuðu útboði sem lauk sunnudaginn 30. maí. Öllum almennu lífeyrissjóðunum í landinu var boðin þátttaka. Þeir einir tóku ekki þátt sem ekki eiga erlendar eignir til að standa undir kaupunum. „Samkomulagið greiðir fyrir afnámi gjaldeyrishafta en undirstrikar um leið þann mikla styrk sem felst í því fyrir Ísland að hafa svo öfluga lífeyrissjóði sem raun ber vitni. Þeir hafa með þátttöku sinni lagt þungt lóð á vogaskálar þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú stendur yfir hér á landi,“ sagði Már. Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Um helgina náðist samkomulag um kaup 26 lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Seðlabanka Íslands í gærmorgun. Lífeyrissjóðirnir greiða fyrir í evrum sem nemur 88 milljörðum króna. Heildarnafnverð bréfanna er 90,2 milljarðar króna. Meðal annars er um að ræða bréf sem ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust með samningum við Seðlabanka Lúxemborgar og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg 18. maí. Landsbankinn hafði áður sett bréfin inn í félagið Avens B.V. og notað sem veð fyrir lánum frá Seðlabankanum í Lúxemborg. Þá er um að ræða skuldabréf sem ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust í kjölfar bankahrunsins. „Þessi samningur er gerður í þeim tilgangi að styrkja gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar kaupin voru kynnt. Fram kom í máli hans að stuttur aðdragandi hafi verið að kaupunum og að setið hafi verið við samningaborðið um helgina, meðan aðrir voru með hugann við sveitarstjórnarkosningar og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þegar Seðlabankinn kynnti samkomulagið við seðlabankann í Lúxemborg sagði Már að bréfin yrðu seld í opnu ferli þar sem ekkert lægi á. Í máli hans í gær kom fram að við nánari skoðun hafi það ekki reynst mögulegt, vegna skilmála sem setja hafi þurft og óvissu sem uppi væri um afhendingartíma bréfanna. Í máli Más kom fram að með samkomulaginu lækki bæði heildarskuldir og hreinar skuldir þjóðarbúsins um rúmlega 3,5 prósent af landsframleiðslu. Skuldir ríkissjóðs í erlendri mynt aukist hins vegar um sem nemi rúmlega 3,5 prósentum af landsframleiðslu. Á móti batnar gjaldeyrisstaða ríkissjóðs og Seðlabankans um sem nemur 5,5 prósentum af landsframleiðslu. „Með þessum viðskiptum má líta svo á að ríkissjóður hafi fjármagnað sig á kjörum sem jafngilda 0,75 prósenta föstum vöxtum til 15 ára,“ sagði seðlabankastjóri. Lífeyrissjóðirnir selja erlendar eignir og greiða 549 milljónir evra fyrir bréfin. Við það eykst gjaldeyrisforði Seðlabankans um 82 milljarða króna (512 milljónir evra) eða um 17 prósent. Salan fór fram í lokuðu útboði sem lauk sunnudaginn 30. maí. Öllum almennu lífeyrissjóðunum í landinu var boðin þátttaka. Þeir einir tóku ekki þátt sem ekki eiga erlendar eignir til að standa undir kaupunum. „Samkomulagið greiðir fyrir afnámi gjaldeyrishafta en undirstrikar um leið þann mikla styrk sem felst í því fyrir Ísland að hafa svo öfluga lífeyrissjóði sem raun ber vitni. Þeir hafa með þátttöku sinni lagt þungt lóð á vogaskálar þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú stendur yfir hér á landi,“ sagði Már.
Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira