Viðskipti innlent

Dómur vegna Edge reikninga Kaupþings á næsta ári

Slitastjórn Kaupþings segir að dómur í ágreiningsmálum vegna Edge innlánsreikninga bankans í Þýskalandi sé væntanlegur um mitt næsta ár.

Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni. Í svari slitastjórnar við fyrirsprun Bloomberg segir að alls hafi 21 dómsmál verið höfðað vegna Edge reikninganna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Slitastjórnin samdi við kröfuhafa um að tvö af þessum málum færu fyrir héraðsdóm en hin voru látin falla niður.

Málin snúast um vaxtakröfur sem innistæðueignendur gera á hendur slitastjórninni og hvort þær eigi að vera forgangskröfur í bú Kaupþings.

Búið er að greiða allar innistæðurnar í Þýskalandi en þar voru um 34.000 innstæðueigendur sem fengu greiddar innstæður sínar. Af þeim bárust vaxtakröfur frá 16.343 innistæðueigendum..

Vaxtakröfurnar eru tilkomnar sökum þess hve langan tíma tók að borga út innistæðurnar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×