Viðskipti innlent

Leigusamningum fækkar um 10% milli mánaða

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 755 í nóvember s.l. og fækkar þeim um 10,1% frá október og um 0,8% frá nóvember 2009.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands tekur reglulega saman upplýsingar um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum.

Mesta fjölgun þessara samninga milli ára er á Suðurlandi eða rúm 27% en mesta fækkun þeirra er á Vestfjörðum eða 50%. Tekið skal fram að á Vestfjörðum eru aðeins 3 samningar að baki fækkuninni.

Hvað höfuðborgarsvæðið varðar hefur samningunum fjölgað um 2,6% milli ára en þeim fækkaði um rúm 8% milli október og nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×