Nóbelsverðlaunahafi tekur okurvexti af fátækum 30. nóvember 2010 12:01 Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus og örlánabanki hans, Grameen Bank, tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður í norska ríkissjónvarpinu, NRK, í kvöld en myndin er gerð af danska heimildamyndasmiðnum Tom Heinemann. Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir það að hafa stofnað „banka fátæka fólksins" árið 1976 þegar hann lánaði 27 dollara til 42 kvenna í þorpinu Jobra í Bangladesh. Í dag eru lántakendur Yunus 8,5 milljónir talsins, að mestu konur, en Grameen Bank er leiðandi á sviði örbankastarfsemi í heiminum. Í frétt um málið á business.dk segir að heimildarmyndin sýni allt aðra hlið á starfsemi Grameen Bank en hingað til hefur verið haldið fram opinberlega. Fyrir utan að greiða 30% vexti af lánum sínum þurfa viðskiptavinir bankans að byrja að borga af þeim strax eftir viku frá því að lán eru veitt. Þá kemur fram í þættinum að innheimtuaðferðir Grameen Bank minni meir á aðferðir handrukkara en bankamanna. Ein kvennanna sem hefur verið í viðskiptum við bankann í 15 ár segir að eitt sinn hafi hún lent í vandræðum með afborgun af láni. Þá hafi fulltrúar bankans komið í heimsókn, hundskammað hana og haft í hótunum. „Þeir hótuðu mér að taka þakið af húsi mínu og henda mér út á götuna," segir þessi kona, Hazera að nafni. Fram kemur í fréttinni að hvorki Yunus né aðrir talsmenn Grameen Bank hafi viljað svara gagnrýninni sem fram kemur í þættinum. Þátturinn heitir „Fanget i Mikrogæld" eða „Hneppt í Örlánaskuld". Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus og örlánabanki hans, Grameen Bank, tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður í norska ríkissjónvarpinu, NRK, í kvöld en myndin er gerð af danska heimildamyndasmiðnum Tom Heinemann. Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir það að hafa stofnað „banka fátæka fólksins" árið 1976 þegar hann lánaði 27 dollara til 42 kvenna í þorpinu Jobra í Bangladesh. Í dag eru lántakendur Yunus 8,5 milljónir talsins, að mestu konur, en Grameen Bank er leiðandi á sviði örbankastarfsemi í heiminum. Í frétt um málið á business.dk segir að heimildarmyndin sýni allt aðra hlið á starfsemi Grameen Bank en hingað til hefur verið haldið fram opinberlega. Fyrir utan að greiða 30% vexti af lánum sínum þurfa viðskiptavinir bankans að byrja að borga af þeim strax eftir viku frá því að lán eru veitt. Þá kemur fram í þættinum að innheimtuaðferðir Grameen Bank minni meir á aðferðir handrukkara en bankamanna. Ein kvennanna sem hefur verið í viðskiptum við bankann í 15 ár segir að eitt sinn hafi hún lent í vandræðum með afborgun af láni. Þá hafi fulltrúar bankans komið í heimsókn, hundskammað hana og haft í hótunum. „Þeir hótuðu mér að taka þakið af húsi mínu og henda mér út á götuna," segir þessi kona, Hazera að nafni. Fram kemur í fréttinni að hvorki Yunus né aðrir talsmenn Grameen Bank hafi viljað svara gagnrýninni sem fram kemur í þættinum. Þátturinn heitir „Fanget i Mikrogæld" eða „Hneppt í Örlánaskuld".
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira