Viðskipti innlent

Leita ráða hjá Sveini Haraldi

Um tólf íslensk fyrirtæki hafa leitað ráða hjá fyrrverandi bankastjóra Seðlabankans. Markaðurinn/Anton
Um tólf íslensk fyrirtæki hafa leitað ráða hjá fyrrverandi bankastjóra Seðlabankans. Markaðurinn/Anton
„Bæði íslensk fyrirtæki sem leita norrænna fjárfesta og norræn fyrirtæki sem hug hafa á að fjárfesta á Íslandi hafa leitað til mín. En þetta er ekki launað starf; ég hjálpa þeim í frítíma mínum utan vinnu. Þetta litla framlag mitt vona ég að sé hluti af því að rétta efnahagslífið við,“ segir Svein Harald Öygard, fyrrverandi seðlabankastjóri. Um tólf íslensk fyrirtæki hafa leitað til hans.

Svein Harald tók við starfi seðlabankastjóra af þeim Davíð Oddssyni, Ingimundi Friðrikssyni og Eiríki Guðnasyni seint í febrúar í fyrra en steig úr honum þegar Már Guðmundsson var ráðinn í ágúst. Eftir að hann fór aftur utan tók hann við sambærilegri framkvæmdastjórastöðu hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey í Noregi og hann hafði áður.

Íslensk fyrirtæki sem leitað hafa hófanna í Noregi hafa sett sig í samband við seðlabankastjórann fyrrverandi. Svein Harald segist í samtali við Fréttablaðið gera sitt besta til að koma fyrirtækjunum til hjálpar.

„Ég hef reynt að hjálpa þessum fyrirtækjum sem best ég má. Það felst aðallega í því að koma þeim í kynni við þá sem ég tel betur tengda og geta hjálpað þeim frekar,“ segir Svein Harald. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×