Viðskipti innlent

Talsmaður neytenda fagnar viðbrögðum vegna gengislána

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

„Þeir fallast á þetta og ég fagna því," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um yfirlýsingar viðskiptabankanna þar sem þeir hafa ákveðið að taka fasta krónutölu af umdeildum gengislánum.

Bankarnir hafa ákveðið að bjóða einstaklingum með erlend íbúðalán hjá bankanum, með veði í fasteign, að greiða mánaðarlega 5.000 kr. af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls lánsins á verðlagi við lánveitingu.

„Ég fagna því og þá er ágreiningurinn sem ríkir um lánin ekki túlkuð neytendum í óhag," segir Gísli sem sjálfur beindi tilmælum til bankanna að gera málin svona upp í stað þess að fylgja vöxtum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem voru tilkynnt í síðustu viku og hafa vakið úlfúð í samfélaginu.

Þá er Gísli einnig sáttur við skjót viðbrögð bankanna. Hér er hægt að skoða tilmæli Gísla á heimasíðu talsmanns neytenda.


Tengdar fréttir

Bankarnir vilja fimm þúsund af milljón

Arion Banki, Landsbanki og Íslandsbanki hafa ákveðið að bjóða einstaklingum með erlend íbúðalán hjá bankanum, með veði í fasteign, að greiða mánaðarlega 5.000 kr. af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls lánsins á verðlagi við lánveitingu. Þetta er í samræmi við tilmæli Samtaka fjármálafyrirtækja sem send voru fjölmiðlum í dag sem og tilmæli FME og SÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×