Viðskipti innlent

Tekjur ríkisins undir áætlun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tekjur ríkissjóð námu 175 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins, samkvæmt greiðsluuppgjöri. Þetta er 1,5 milljarði meira en á sama tíma í fyrra. Áætlun fjárlaga gerði hins vegar ráð fyrir að innheimtar tekjur á þessu tímabili yrðu tæplega 181 milljarður króna og eru tekjurnar því tæpum sex milljörðum króna undir áætlun.

Í greinagerð frá ráðuneytinu kemur fram að ástæðan sé fyrst og fremst minni tekjuskattur einstaklinga en gert hafði verið ráð fyrir sem og minni óbeina skatta. Innheimtar tekjur í maí námu 27,9 milljörðum króna seme r 7,3 milljörðum hærri tekjur en á sama tíma í fyrra enda hefur verið ráðist í aðgerðir til þess að hækka tekjurnar, að því er kemur fram í greinagerðinni.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júlí voru heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×