Viðskipti innlent

Bankarnir vilja fimm þúsund af milljón

Arion Banki, Landsbanki og Íslandsbanki hafa ákveðið að bjóða einstaklingum með erlend íbúðalán hjá bankanum, með veði í fasteign, að greiða mánaðarlega 5.000 kr. af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls lánsins á verðlagi við lánveitingu. Þetta er í samræmi við tilmæli Samtaka fjármálafyrirtækja sem send voru fjölmiðlum í dag sem og tilmæli FME og SÍ.

Þar segir að á meðan beðið sé dóms telji Samtök fjármálafyrirtækja nauðsynlegt að grípa til aðgerða til bráðabirgða i ljósi þeirra ábendinga sem settar hafa verið fram á opinberum vettvangi, m.a. af Talsmanni neytenda.

Í yfirlýsingum frá Arion Banka er áréttað að engar nauðungarsölur á íbúðahúsnæði verði á vegum þeirra á þessu ári.

Hægt er að sækja um framangreindar breytingar á mánaðarlegum afborgunum erlendra íbúðalána í útibúum bankans og taka þær gildi frá og með næsta gjalddaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×