Viðskipti innlent

Glittir í samning á milli Björgólfs Deutche Bank

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.

Deutsche Bank er við það að ganga frá samkomulagi við Björgólf Thor Björgólfsson varðandi skuldir Actavis við bankann. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Heimildirnar herma að skuldir Actavis verði felldar niður að hluta en að í stað þess fái Deutsche bank hluta af söluhagnaði verði Actavis selt.

Ekki er ljóst hve stór hluti skuldarinnar verður afskrifaður náist samningar. Skuldir Björgólfs við bankann mynduðust þegar hann keypti aðra hluthafa út úr Actavis á sínum tíma fyrir 4,7 milljarða evra en um er að ræða stærstu einstöku skuld sem finna má í bókum Deutsche Bank.

Þá segir að samningaviðræður hafi farið fram á milli aðila síðustu mánuði og að íslenskir bankar hafi einnig komið að viðræðunum. Málsaðilar vildu ekki tjá sig við Reuters þegar eftir því var leitað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×