Útflutningur á óunnum ísfiski hefur minnkað töluvert 5. febrúar 2010 12:03 Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu hefur útflutningur á óunnum ísfiski bæði minnkað að magni til og einnig sem hlutfall af heildarafla. Samanburðurinn tekur til tímabilanna september 2009 til janúar 2010 og september 2008 til janúar 2009. Verulegur breytileiki er þó eftir tegundum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar segir að á fyrra tímabilinu voru flutt út 20.915 tonn af óunnum fiski en því seinna 14.929 tonn og er lækkunin 5.986 tonn, eða 28,6%. Sé litið til breytinga á útflutningi á óunnum ísfiski sem hlutfall af heildarafla sömu viðmiðunartímabila, kemur í ljós að á fyrra tímabilinu var útflutningurinn 12,8% af heildarafla, en á því síðara var hann 9,4% af heildarafla. Þannig er um ríflega fjórðungslækkun að ræða. Það eru nokkur tíðindi, haldi þessi þróun áfram, því frá árinu 2003 hefur þetta hlutfall að mestu farið vaxandi. Stefna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, hefur verið að knýja eigi á um frekari fullvinnslu afla hérlendis. Sú mikla aukning í útflutningi á óunnum afla undanfarin ár hefur ekki skapað ásættanlegt jafnvægi milli þessara markaða. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefur í samstarfi við Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök fiskvinnslu án útgerðar og Félag íslenskra stórkaupmanna, verið lögð umtalsverð vinna í þetta mál. Beitt hefur verið ýmsum aðgerðum og þrýstingi innan ramma núverandi laga með það að markmiði að skapa betra jafnræði í aðgengi að þessum fiski fyrir innlendar fiskvinnslur. Ýmsar skýringar kunna að vera fyrir ofangreindri þróun aðrar en aðgerðir stjórnvalda. Má í því sambandi nefna minni ýsuafla og aðrar breytingar í heildaraflamarki. Þá hefur samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu batnað, m.a. vegna veikingar íslensku krónunnar, með tilheyrandi aukinni atvinnusköpun fyrir landsmenn. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, lýsir yfir ánægju sinni með þessa þróun og tiltekur að stjórnvöld muni fylgjast vel með þróuninni á næstu mánuðum og leggja vinnu í að framfylgja þeim aðgerðum sem þegar hafa verið ákveðnar. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu hefur útflutningur á óunnum ísfiski bæði minnkað að magni til og einnig sem hlutfall af heildarafla. Samanburðurinn tekur til tímabilanna september 2009 til janúar 2010 og september 2008 til janúar 2009. Verulegur breytileiki er þó eftir tegundum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar segir að á fyrra tímabilinu voru flutt út 20.915 tonn af óunnum fiski en því seinna 14.929 tonn og er lækkunin 5.986 tonn, eða 28,6%. Sé litið til breytinga á útflutningi á óunnum ísfiski sem hlutfall af heildarafla sömu viðmiðunartímabila, kemur í ljós að á fyrra tímabilinu var útflutningurinn 12,8% af heildarafla, en á því síðara var hann 9,4% af heildarafla. Þannig er um ríflega fjórðungslækkun að ræða. Það eru nokkur tíðindi, haldi þessi þróun áfram, því frá árinu 2003 hefur þetta hlutfall að mestu farið vaxandi. Stefna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, hefur verið að knýja eigi á um frekari fullvinnslu afla hérlendis. Sú mikla aukning í útflutningi á óunnum afla undanfarin ár hefur ekki skapað ásættanlegt jafnvægi milli þessara markaða. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefur í samstarfi við Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök fiskvinnslu án útgerðar og Félag íslenskra stórkaupmanna, verið lögð umtalsverð vinna í þetta mál. Beitt hefur verið ýmsum aðgerðum og þrýstingi innan ramma núverandi laga með það að markmiði að skapa betra jafnræði í aðgengi að þessum fiski fyrir innlendar fiskvinnslur. Ýmsar skýringar kunna að vera fyrir ofangreindri þróun aðrar en aðgerðir stjórnvalda. Má í því sambandi nefna minni ýsuafla og aðrar breytingar í heildaraflamarki. Þá hefur samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu batnað, m.a. vegna veikingar íslensku krónunnar, með tilheyrandi aukinni atvinnusköpun fyrir landsmenn. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, lýsir yfir ánægju sinni með þessa þróun og tiltekur að stjórnvöld muni fylgjast vel með þróuninni á næstu mánuðum og leggja vinnu í að framfylgja þeim aðgerðum sem þegar hafa verið ákveðnar.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent