Segir umhverfisráðherra standa gegn endurreisninni 5. febrúar 2010 14:47 Viðskiptaráð Íslands gagnrýnir harðlega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varðandi Þjórsárvirkjanirþ Telur ráðið að umhverfisráðherra sé með þessu að standa með beinum hætti gegn endurreisn hagkerfisins.Fjallað er um málið á vefsíðu Viðskiptaráðs. Þar segir að nú í vikunni synjaði umhverfisráðherra staðfestingar skipulagsbreytingum varðandi Þjórsárvirkjanir og ljóst má vera að ákvörðunin mun tefja mikið áætlaða uppbyggingu á svæðinu.Umhverfisráðuneytið taldi sér ekki heimilt að staðfesta breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og þann hluta aðalskipulags Flóahrepps 2006-2018 sem snýr að virkjun í Þjórsá. Synjunin byggir á þeim grundvelli að ráðuneytið taldi að ekki hefði verið farið eftir lögum í tengslum við greiðslu kostnaðar á áðurnefndum skipulagsbreytingum. „Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ekkert í skipulags- og byggingarlögum bannar sveitarfélögum að afla tekna til að standa straum af gerð aðalskipulags. Það er því í meira lagi undarleg lagatúlkun ráðherra að þar sem þetta sé ekki sérstaklega heimilt samkvæmt lögum, þá hljóti umrædd fjármögnun að stangast á við lög.Þarna er langt seilst til að framfylgja persónulegum skoðunum ráðherra og virðist ákvörðunin lítið hafa með málefnalega afgreiðslu á efni skipulagstillagna sveitarfélaganna að gera. Undir þessi sjónarmið tekur Viðskiptaráð Íslands. Viðskiptaráð hefur lagt áherslu á mikilvægi fjárfestingar og verðmætasköpunar við þær aðstæður sem nú ríkja í íslensku efnahagslífi. Til að efla megi tekjugrunn hins opinbera, skapa ný störf og koma hagkerfinu á kjöl á nýjan leik er nauðsynlegt að efla hagvöxt og útflutningstekjur þjóðarinnar.Með afstöðu sinni til stóriðjuframkvæmda stendur umhverfisráðherra með beinum hætti gegn endurreisn hagkerfisins með tilheyrandi búsifjum fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili," segir á vefsíðunni. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands gagnrýnir harðlega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varðandi Þjórsárvirkjanirþ Telur ráðið að umhverfisráðherra sé með þessu að standa með beinum hætti gegn endurreisn hagkerfisins.Fjallað er um málið á vefsíðu Viðskiptaráðs. Þar segir að nú í vikunni synjaði umhverfisráðherra staðfestingar skipulagsbreytingum varðandi Þjórsárvirkjanir og ljóst má vera að ákvörðunin mun tefja mikið áætlaða uppbyggingu á svæðinu.Umhverfisráðuneytið taldi sér ekki heimilt að staðfesta breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og þann hluta aðalskipulags Flóahrepps 2006-2018 sem snýr að virkjun í Þjórsá. Synjunin byggir á þeim grundvelli að ráðuneytið taldi að ekki hefði verið farið eftir lögum í tengslum við greiðslu kostnaðar á áðurnefndum skipulagsbreytingum. „Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ekkert í skipulags- og byggingarlögum bannar sveitarfélögum að afla tekna til að standa straum af gerð aðalskipulags. Það er því í meira lagi undarleg lagatúlkun ráðherra að þar sem þetta sé ekki sérstaklega heimilt samkvæmt lögum, þá hljóti umrædd fjármögnun að stangast á við lög.Þarna er langt seilst til að framfylgja persónulegum skoðunum ráðherra og virðist ákvörðunin lítið hafa með málefnalega afgreiðslu á efni skipulagstillagna sveitarfélaganna að gera. Undir þessi sjónarmið tekur Viðskiptaráð Íslands. Viðskiptaráð hefur lagt áherslu á mikilvægi fjárfestingar og verðmætasköpunar við þær aðstæður sem nú ríkja í íslensku efnahagslífi. Til að efla megi tekjugrunn hins opinbera, skapa ný störf og koma hagkerfinu á kjöl á nýjan leik er nauðsynlegt að efla hagvöxt og útflutningstekjur þjóðarinnar.Með afstöðu sinni til stóriðjuframkvæmda stendur umhverfisráðherra með beinum hætti gegn endurreisn hagkerfisins með tilheyrandi búsifjum fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili," segir á vefsíðunni.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira