Viðskipti innlent

Spá áframhaldandi verðhjöðnun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að neysluverðsvísitalan lækki í júlí.
Gert er ráð fyrir að neysluverðsvísitalan lækki í júlí.
Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs lækki í júlí um 0,2% frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni verðbólga hjaðna úr 5,7% í 5,3% í júlímánuði. Verðbólgan hefur ekki mælst minni hérlendis frá lokamánuðum ársins 2007.

Í spá Greiningar hafa útsölur talsverð áhrif til lækkunar neysluverðsvísitölunnar og gerir Greining ráð fyrir að vísitalan lækki tímabundið um allt að 0,5% vegna þeirra. Því til viðbótar séu nú vísbendingar um að húsnæðisverð fari nú lækkandi að nýju eftir fjörkipp á vordögum og vegi það til tæplega 0,1% lækkunar neysluverðsvísitölu í spánni.

Á móti vegi að eldsneytisverð hafi hækkað talsvert frá júnímælingu Hagstofunnar og telur Greining að það vegi til 0,2% hækkunar á neysluverðsvísitölu. Einnig hækkaði raforkuverð nokkuð í júlíbyrjun. Aðrir helstu undirliðir muni að jafnaði hækka hóflega í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×