Greining segir yfirlýsingar Seðlabankans misvísandi 23. september 2010 07:30 Greining Arion banka segir að yfirlýsingar Seðlabankans að undanförnu í tengslum við vaxtaákvarðanir séu misvísandi og að ýmsir sjái þær sem hringhugahátt. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að ekki sé hægt að stíga meira en hænufet til lækkunar vaxta vegna óvissu og óleystra mála, Icesave, gengislána og svo framvegis. En hinsvegar þegar eitthvert af þessum málum leysist og óvissu er eytt takmarkast ennfremur svigrúm nefndarinnar til vaxtalækkunar vegna þess að nú sé afnám gjaldeyrishafta rétt að fara að gerast. Í Markaðspunktunum segir að þegar litið er til baka sést að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi að miklu leyti verið línulegur ferill sem vart hnikast til vegna frétta eða atburða, góðra eða slæmra. Í umfjöllun sinni um vaxtaákvörðunina í gær segir greiningin að rökstuðningur peningastefnunefndar og ræða Seðlabankastjóra hafi verið töluvert frábrugðin því sem almennt var búist við. "Ekki er hægt að segja annað en orð Seðlabankastjóra hafi farið öfugt í markaðinn þar sem gríðarlegur söluþrýstingur skapaðist á skuldabréfamarkaði eftir kynningarfund bankans klukkan 11. Til að mynda hefur krafa langra verðtryggðra ríkisbréfa hækkað um 44-90 punkta sem er eitt hið mesta söluóðagot sem minnugir menn á skuldabréfamarkaði muna eftir," segir í Markaðspunktunum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er nú notað veikara orðalag en áður, þ.e. að „eitthvert svigrúm" sé enn til staðar til vaxtalækkana. Þar að auki er settur fyrirvari um að afnám hafta valdi „óvissu um hversu mikið svigrúmið er til skemmri tíma". Seðlabankinn ýjar þannig að hægari vaxtalækkunum, þrátt fyrir að hagvöxtur og fjárfesting hafi mælst minni á öðrum ársfjórðungi en reiknað hafði verið með, verðbólga hafi verið lægri en reiknað hafi verið með, ljóst sé að álver í Helguvík muni frestast eða verði hreinlega tekið út af dagskránni og svo framvegis. Með öðrum orðum: þótt allt bendi til þess að lægðin í efnahagslífinu verði lengri en reiknað var með á síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Þess í stað er öll áhersla bankans á afnámi hafta sem skýrist líklega af því að helstu skilyrði bankans fyrir afnámi hafta eru að þokast í rétta átt. (gengisdómurinn, þriðja endurskoðun AGSS og lausn IceSave), að því er segir í Markaðspunktunum. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Greining Arion banka segir að yfirlýsingar Seðlabankans að undanförnu í tengslum við vaxtaákvarðanir séu misvísandi og að ýmsir sjái þær sem hringhugahátt. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að ekki sé hægt að stíga meira en hænufet til lækkunar vaxta vegna óvissu og óleystra mála, Icesave, gengislána og svo framvegis. En hinsvegar þegar eitthvert af þessum málum leysist og óvissu er eytt takmarkast ennfremur svigrúm nefndarinnar til vaxtalækkunar vegna þess að nú sé afnám gjaldeyrishafta rétt að fara að gerast. Í Markaðspunktunum segir að þegar litið er til baka sést að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi að miklu leyti verið línulegur ferill sem vart hnikast til vegna frétta eða atburða, góðra eða slæmra. Í umfjöllun sinni um vaxtaákvörðunina í gær segir greiningin að rökstuðningur peningastefnunefndar og ræða Seðlabankastjóra hafi verið töluvert frábrugðin því sem almennt var búist við. "Ekki er hægt að segja annað en orð Seðlabankastjóra hafi farið öfugt í markaðinn þar sem gríðarlegur söluþrýstingur skapaðist á skuldabréfamarkaði eftir kynningarfund bankans klukkan 11. Til að mynda hefur krafa langra verðtryggðra ríkisbréfa hækkað um 44-90 punkta sem er eitt hið mesta söluóðagot sem minnugir menn á skuldabréfamarkaði muna eftir," segir í Markaðspunktunum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er nú notað veikara orðalag en áður, þ.e. að „eitthvert svigrúm" sé enn til staðar til vaxtalækkana. Þar að auki er settur fyrirvari um að afnám hafta valdi „óvissu um hversu mikið svigrúmið er til skemmri tíma". Seðlabankinn ýjar þannig að hægari vaxtalækkunum, þrátt fyrir að hagvöxtur og fjárfesting hafi mælst minni á öðrum ársfjórðungi en reiknað hafði verið með, verðbólga hafi verið lægri en reiknað hafi verið með, ljóst sé að álver í Helguvík muni frestast eða verði hreinlega tekið út af dagskránni og svo framvegis. Með öðrum orðum: þótt allt bendi til þess að lægðin í efnahagslífinu verði lengri en reiknað var með á síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Þess í stað er öll áhersla bankans á afnámi hafta sem skýrist líklega af því að helstu skilyrði bankans fyrir afnámi hafta eru að þokast í rétta átt. (gengisdómurinn, þriðja endurskoðun AGSS og lausn IceSave), að því er segir í Markaðspunktunum.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira