Viðskipti innlent

Byggðastofnun tapaði þremur milljörðum í fyrra

Byggðastofnun tapaði 3 milljörðum kr. á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi er eigið fé stofnunarinnar rúmlega 1,1 milljarður kr. Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 4,92% en skal að lágmarki vera 8%.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 684,6 milljónir kr. samanborið við 459,6 miljónir kr. árið 2008.

Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreyting hlutafjár nam 3,7 milljörðum kr. Handbært fé frá rekstri nam 522 milljónum kr.

Endanlega töpuð útlán námu 430 milljónum kr. Eignir námu 23,7 milljörðum kr. og hafa hækkað um 405,4 milljónir kr. frá árinu 2008. Þar af voru útlán 17,8 milljörðum kr.

Skuldir námu 22,6 milljörðum kr. og hafa hækkað um 820 milljónir kr. frá árinu 2008. Alþingi samþykkti í Fjáraukalögum 2009, 2,6 milljarða kr. framlag til að auka eigið fé stofnunarinnar.

„Vegna hruns íslensku bankanna og erfiðs efnahagsástands hefur stofnunin þurft að leggja aukna fjármuni inn á afskriftarreikning útlána vegna mögulegrar taphættu. Á árinu var þessi fjárhæð 3.721 milljónir kr. í samanburði við 1.660 milljónir kr. árið 2008. Skýrist tap stofnunarinnar á árinu af þessum varúðarfærslum," segir í tilkynningunni.

Til að bregðast við því að koma eiginfjárhlutfalli Byggðastofnunar yfir 8% lögbundið lágmark samþykkti Alþingi 1.000 milljón kr. aukningu á eiginfé hennar í Fjárlögum 2010. Á árinu 2010 er á gjalddaga skuldabréfaflokkurinn BYG 98 sem gefinn var út 1998. Byggðastofnun hefur tryggt fjármagn til að standa við greiðslu á honum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×