Viðskipti innlent

Verðmætasköpun á Íslandi um sex milljarðar á dag

Á hverjum virkum degi eru sköpuð verðmæti á Íslandi fyrir um sex milljarða króna. Fyrirtæki í Samtökum atvinnulífsins (SA) gegna mikilvægu hlutverki í þeirri sköpun en innan raða SA eru um 2.000 fyrirtæki þar sem starfar um helmingur launamanna á Íslandi.

Þetta kemur fram á vefsíðu SA þar sem rætt er um aðalfund félagsins. Þar segir að í tilefni aðalfundar SA 2010 óskuðu SA eftir myndum frá aðildarfyrirtækjum samtakanna til að sýna úr hverju stoðir íslensks atvinnulífs eru gerðar.

Fjöldi mynda hefur borist skrifstofu SA en enn er hægt að skila inn myndum. Þær verða til sýnis á aðalfundi SA sem fram fer 21. apríl - á síðasta degi vetrar. Yfirskrift fundarins er ÍSLAND AF STAÐ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×