Fimmta hver króna ríkissjóðs fer í vaxtagreiðslur 24. mars 2010 08:10 Í fyrra voru heildarvaxtagjöld ríkissjóðs 90 milljarðar kr eða 19,5% af tekjum ríkissjóðs og samkvæmt fjárlögum 2010 verða vaxtagjöld í ár 94,3 milljarða kr eða rúm 20% af heildartekjum. Fimmta hver króna sem greidd er í ríkissjóð fer því í vaxtagreiðslur af skuldum ríkissins.Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningar MP Banka. Þar segir að sá gjaldaliður ríkissjóðs sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin misseri eru vaxtagjöld. Vaxtagjöld voru um 10% af tekjum árið 1998 en lækkuðu jafnt og þétt í rétt um 5% heildartekna árin 2005 og 2006. Þá tók hlutfall vaxtagjalda að aukast á ný og var það rúm 6% heildartekna ríkissjóðs árið 2007 og tæp 9% árið 2008.Undanfarin ár hafa miklar tekjur skilað sér í ríkissjóð í janúar vegna fjármagnstekjuskatts. Svo er ekki nú þar sem innheimtu fjármagnstekjuskatts var breytt í fyrra og er hann nú innheimtur ársfjórðungslega. Því er ekki til staðar sama árstíðabundna uppsveifla í tekjum ríkissjóðs í janúar nú eins og undanfarið.Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að ef leiðrétt er fyrir samdrætti í innheimtum fjármagnstekjuskatti í mánuðinum er um að ræða um 5% samdrátt tekna milli ára og um 16,5% samdrátt að raunvirði. Tekjur ríkissjóðs í janúar námu 24,7 milljörðum kr en gjöld ríkissjóðs í mánuðinum voru alls 42,7 milljarðar kr sem er tæplega 10% hærra en í janúar á síðasta ári. Gjöld ríkissjóðs í janúar voru því um 73% hærri en tekjurnar.Hallarekstur á ríkissjóði kallar á frekari lántökur og hærri vaxtagjöld. Eina leiðin út úr þessum vanda er að draga úr hallarekstrinum sem fyrst. Aðeins tvær leiðir eru til þess, þ.e. að auka tekjurnar eða draga úr útgjöldum. Auknar tekjur ríkissjóðs þýða fyrst og fremst auknar álögur á fyrirtækin og heimilin í landinu en erfitt er að sjá að enn frekari skattahækkanir séu vænlegar til þess að koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný.Vaxtabyrði ríkisins er slík og hallinn svo mikill að ekki er hægt að sjá annað en verulegur niðurskurður ríkisútgjalda sé handan við hornið ef nokkur vilji er til þess að taka á vandanum, að því er segir í Markaðsvísinum. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Í fyrra voru heildarvaxtagjöld ríkissjóðs 90 milljarðar kr eða 19,5% af tekjum ríkissjóðs og samkvæmt fjárlögum 2010 verða vaxtagjöld í ár 94,3 milljarða kr eða rúm 20% af heildartekjum. Fimmta hver króna sem greidd er í ríkissjóð fer því í vaxtagreiðslur af skuldum ríkissins.Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningar MP Banka. Þar segir að sá gjaldaliður ríkissjóðs sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin misseri eru vaxtagjöld. Vaxtagjöld voru um 10% af tekjum árið 1998 en lækkuðu jafnt og þétt í rétt um 5% heildartekna árin 2005 og 2006. Þá tók hlutfall vaxtagjalda að aukast á ný og var það rúm 6% heildartekna ríkissjóðs árið 2007 og tæp 9% árið 2008.Undanfarin ár hafa miklar tekjur skilað sér í ríkissjóð í janúar vegna fjármagnstekjuskatts. Svo er ekki nú þar sem innheimtu fjármagnstekjuskatts var breytt í fyrra og er hann nú innheimtur ársfjórðungslega. Því er ekki til staðar sama árstíðabundna uppsveifla í tekjum ríkissjóðs í janúar nú eins og undanfarið.Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að ef leiðrétt er fyrir samdrætti í innheimtum fjármagnstekjuskatti í mánuðinum er um að ræða um 5% samdrátt tekna milli ára og um 16,5% samdrátt að raunvirði. Tekjur ríkissjóðs í janúar námu 24,7 milljörðum kr en gjöld ríkissjóðs í mánuðinum voru alls 42,7 milljarðar kr sem er tæplega 10% hærra en í janúar á síðasta ári. Gjöld ríkissjóðs í janúar voru því um 73% hærri en tekjurnar.Hallarekstur á ríkissjóði kallar á frekari lántökur og hærri vaxtagjöld. Eina leiðin út úr þessum vanda er að draga úr hallarekstrinum sem fyrst. Aðeins tvær leiðir eru til þess, þ.e. að auka tekjurnar eða draga úr útgjöldum. Auknar tekjur ríkissjóðs þýða fyrst og fremst auknar álögur á fyrirtækin og heimilin í landinu en erfitt er að sjá að enn frekari skattahækkanir séu vænlegar til þess að koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný.Vaxtabyrði ríkisins er slík og hallinn svo mikill að ekki er hægt að sjá annað en verulegur niðurskurður ríkisútgjalda sé handan við hornið ef nokkur vilji er til þess að taka á vandanum, að því er segir í Markaðsvísinum.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun